19 apríl, 2007

Melrose Place 

Jæja góðan daginn!
Um daginn sagði ég ykkur frá afdrifum leikaranna úr Beverly Hills í tilefni þess að í sumar fer ég til Californíu. Ég er sko ekki hætt þar og næst er það Melrose Place.
Melrose Place eru svona spinoff þættir sem hófu göngu sína í kjölfar geysilegra vinsælda Beverly Hills 90210. Melrose Place er stórt fjölbýli í Vestur Hollywood og fjalla þættirnir um líf þeirra sem búa í íbúðunum. Karakterarnir eru örlítið eldri en þau í Beverly Hills og höfðaði því til stærri markhóps.
Þættirnir voru teknir upp á árunum 1992 til 1999 og voru framleiddir af Darren Star.
Rennum aðeins yfir aðalleikarana og hvernig lífi þeirra er háttað í dag.
____________________________________________________________
Fyrstur kemur auðvitað Dr. Michael Mancini. Leikinn af Thomas Calabro. Hann var eini karakterinn sem var í þáttunum frá blábyrjun til enda.
Michael hafði ekkert í heilanum sem fólk kallar 'common sense'. Hann var stundum og stundum ekki yfirlæknir á Wilshire Memorial spítalanum. Hann gat heldur aldrei ákveðið sig í ástarlífinu og giftist Jane (tvisvar), Sidney Andrews, Kimberly Shaw og Megan Lewis. Síðan trúlofaðist hann Lexi Sterling. Hann átti tvö nickname í þáttunum; "Beer Nuts" og "Dr. Glue Sniffer." Ótrúlega seinheppinn og aldrei á réttum stað á réttum tíma.

Thomas Calabro er fæddur 3. febrúar 1959 í Brooklyn, New York. Hann fór í Fordam háskólann og fékk fyrsta stóra "breikið" sitt þegar skólafélagi hans, Denzel Washington, þurfti að hætta í skólauppsetningu á 'A Midsummers Night Dream' og fékk Calabro hlutverkið hans.
Calabro hefur reynt fyrir sér í sjónvarpsmyndum og hann hefur líka sést í mörgun sjónvarpsþáttum upp á síðkastið eins og til dæmis 'Cold Case' og 'Nip/Tuck'.
Calabro giftist Elizabeth Pryor og með henni þrjú börn en þau eru nú fráskilin. _______________________________________________________________

Jane Andrews Mancini var gift Michael. Leikin af Josie Bissett . Jane var fatahönnuður sem keypti fatabúð. Síðan vann hún við auglýsingagerð og keypti síðast blómabúð. Hún var lengi kölluð stelpan með sláttuvélarhárið því hún var með þeim fyrstu að vera með mjööög stutt og úfið hár.

Josie Bissett fæddist 5. október 1970 í Seattle í Washington og var skírð Jolyn Christine Heutmaker. Bissett hefur leikið í mörgum sjónvarpsmyndum og litlum kvikmyndum ásamt því að hafa birst í sjónvarpsþáttum á borð við 'Law & Order' og 'P.S. I luv U'.
Bissett er með tvö tattú og var valið ein af 50 fegurstu konum heims árið 1996 af tímaritinu People.
Hún giftist Rob Estes árið 1992 og á með honum tvö börn, Mason og Maya. Estes og Bissett eru þó skilin. ______________________________________________________________

Billy Campell, gaurinn sem reyndi að vera macho en enginn var hræddur við. Leikinn af Andrew Shue. Billy giftist næstum Alison og var giftur Brooke og Samantha. Síðan trúlofaðist hann Jennifer þegar þau fluttu saman til Rómar.

Andrew Eplley Shue fæddist 20. febrúar 1967 í South Orange í New Jersey.
Hann hefur leikið í 'The Karate Kid' og 'The Rainmaker'. Hann er bróðir leikkonunnar Elisabeth Shue sem hefur fengið tilefningu til Óskarsverðlaunanna. Shue spilaði fótbolta í Skotlandi og Zimbabwe þar sem hann kenndi líka stærðfræði í highschool. Síðan spilaði hann líka smá með Los Angeles Galaxy sem David Beckham er búinn að ganga til liðs við í dag.
Shue deitaði Courntey Thorne-Smith um tíma, mótleikkonu sína í Melrose.
Shue er í dag giftur Jennifer Hageney og á með henni tvö börn. _____________________________________________________________

Alison Parker, yfirmaður auglýsingafyrirtækisins D&D, leikin af Courtney Thorne-Smith. Alison var líka þjónustustúlka á Shooters, staðnum sem allir hanga mikið á. Hún var gift Billy Campbell og líka Hayley Armstrong and Jake Hanson.

Courtney Thorne-Smith er fædd 8. November 1967 í San Francisco, California.
Hún lék í Melrose Place frá '92-'97 og síðan sló hún í gegn sem Georgia Thomas í 'Ally McBeal' og var verðlaunuð fyrir framúrskarandi leik. Í dag sést hún á Skjá einum í hlutverki Cheryl í 'According to Jim'.
Thorne-Smith deitaði mótleikara sinn Andrew Shue í eitt ár meðan á tökum Melrose Place stóð.
Hún giftist síðan Robert Andrews árið 2000. Hjónabandið entist í eitt ár og í dag er hún gift Roger Fishman. Þau giftu sig 1. janúar 2007. _____________________________________________________________

Jake Hanson, badboy og kvennabósi, leikinn af Grant Show. Jake var vélvirki og síðan bareigandi. Giftist Alison og eignaðist soninn David með Colleen.

Grant Show er fæddur 27. febrúar 1962 í Detroit, Michigan. Hann ólst þó upp í Santa Cruz í Californiu. Lék í 'The Girl Next Door' og hefur líka sést í þónokkrum sjónvarpsþáttum eins og t.d. 'Saturday Night Live', 'Six feet Under' og 'Strong Medicine'.
Hann hefur gaman að kappakstri, golfi, fluguveiðum og mótorhjólum. Í menntaskóla keyrði hann um á '65 árgerð, rauðum, convertible Mustang.
Show var piparsveinn til langs tíma en giftist loks módelinu Pollyanna McIntosh. Þau búa í Californiu og hafa stofnað fjölskyldu. _______________________________________________________________

Dr. Matt Fielding. Homminn sem fékk aldrei 'on-screen' koss. Leikinn af Doug Savant.Var félagsráðgjafi á Wilshire Memorial sjúkrahúsinu áður en hann fór aftur í skóla til að klára læknanámið. Lést í bílslysi :( Matt var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu karkaterunum í sjónvarpi en það mátti ekki sýna hann í neinum athöfnum sem fólki gæti mislíkað að sjá.

Douglas Peter Savant er fæddur 21. júní 1964 í Burbank California.
Hann hefur sést í þáttunum 'JAG', 'Nip/Tuck', '24' ásamt því að hafa leikið í Godzilla. Nú er hann eitt aðalhlutverka í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum 'Desperate Housewives' þar sem hann leikur Tom Scavo sem er giftur henni Lynette.
Savant er giftur fyrrum Melrose Place leikkonu Laura Leighton og á með henni tvö börn. Savant á einnig tvö börn með fyrri konu sinni Dawn Dunkin. _______________________________________________________________

Jo Reynolds. Atvinnuljósmyndari sem fékk barnið sitt í jólagjöf. Leikin af Daphne Zuniga. Lenti í hörku rifrildi við Amöndu um kærasta sinn Jake Hanson en varð alveg kreisí og rústaði íbúðinni sinni og Amanda vann rifrildið og kærastann. Jo hvarf úr þáttunum eftir 4 ár og fór til Bosníu með ástinni sinni Dr. Dominick O'Malley.

Daphne Eurydice Zúñiga er fædd 28. október 1962 í Berkeley California. Ekki fræg fyrir leik sinn í þáttunum og myndunum sem hún hefur leikið í fyrir utan Melrose. Zuniga leigði með Meg Ryan þegar þær voru að reyna fyrir sér í leiklistinni.
Pabbi hennar er frá Guatemala. Zuniga fékk Mercury sýkingu vegna þess að hún borðaði fisk á hverjum degi sem varð til þess að hún þjáðist af minnisleysi, höfuðverkjum og þunglyndi. Hún ætlar ekki að borða fisk aftur og lifir nú á prótín shake-um. Hún keyrir um á Harley-Davidson mótorhjóli. Hún vinnur í frítíma sínum við að hreinsa upp eiturefnaúrgang og sem ráðgjafi unglinga í menntaskólum þar sem takmark hennar er að halda þeim frá eiturlyfjaneyslu. Gott mál! ______________________________________________________________

Dr. Kimberly Shaw. Konan í mesta andlega ójafnvægi sem ég hef séð á skjánum held ég. Leikin af rauðhærðu vinkonu minni Marcia Cross. Kimberly lenti í hræðilegu bílslysi með manninum sínum Michael Mancini og var næstum dáin. Var með stórt ör á enninu eftir það og var kölluð "Zipperhead". Hún var læknir á Wilshire Memorial spítalanum en hún vann einnig á útvarpsstöð og sem sálfræðingur. Hún dó vegna slagæðagúlps í heilanum. Hún var líka sækó og bara púff ég verð pirruð á að hugsa um það.

Marcia Cross hinsvegar er yndisleg. Hún er fædd 25. mars 1962 í Marborough, Massachusetts. Hún útskrifaðist úr Julliard listaháskólanum og er líka búin með mastersnám í sálfræði. Hún hefur komið við víða í leiklistarheiminum, m.a. í 'Seinfeld', 'Cheers', 'Ally McBeal', 'Spin City' og 'King of Queens'. Hún fékk eitt aðalhlutverka í 'Desperate Housewives' og leikur þar fyrirmyndarfrúna Bree (Van De Kamp) Hodge. Hún hefur oft verið tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum og hefur til dæmis unnið þrenn Golden Globe verðlaun.
Cross var lengi gift Richard Jordan en hann dó úr heilaæxli 30. ágúst 1993.

Cross er að mínu mati ein fallegasta rauðhærða kona heims og er með fallegustu húð sem ég hef séð.
Snemma árs 2005 var því haldið fram að Cross væri samkynhneigð en hún þvertók fyrir það og kom gagngert í sjónvarpsviðtal til að stoppa söguna en lýsti því þó yfir að hún væri mjög hlynnt gagnkynhneigðu samfélagi.
Cross giftist Tom Mahoney í júní 2006 og í september sama ár tilkynntu þau að þau ættu von á tvíburum. 11. janúar ráðlögðu læknar henni að vera rúmliggjandi restina af meðgöngunni og hætta að leika en hún tók það ekki í mál svo atriði með henni voru tekin upp á heimili hennar og var það málað eins og heima hjá Bree Hodge. Tvíburarnir fæddust síðan 20. febrúar 2007, tvíeggja stúlkur. Cross viðurkenndi nýlega að börnin væri glasabörn og voru "búin til" einni viku eftir brúðkaupið. _______________________________________________________________

Sidney Andrews, sérvitra systir Jane Mancini. Leikin af Laura Leighton. Vann fyrir sér á marga vegu, sem strippari, vændiskona, þjónn, búðareigandi og fleira. Hún giftist Michael Mancini og skildi svo við hann, giftist síðan Craig Field. Hún dó þegar Samanta Reilly keyrði á hana.

Laura Leighton er fædd 24. júlí 1968 í Iowa borg, Iowa. Lítið hefur borið á henni í sjónvarpinu fyrir utan Melrose og Beverly Hills, en hún sást núna nýlega í 'Boston Legal' og 'Law & Order'.
Leighton deitaði meðleikara sinn Grant Show um nokkurt skeið en er giftist öðrum meðleikara í þáttunum Doug Savant árið 1998 og á með honum tvö börn. Leighton spilar á píanó. _______________________________________________________________

Amanda Woodward. Drottning frumskógarins í Melrose landi. Leikin af Heather Locklear. Hún var kölluð þetta vegna þess hversu mikið snobb hún var og taldi sig miklu betri en allir aðrir. Hún var líka eigandi byggingarinnar sem þau bjuggu öll í. Amanda var eigandi, forstjóri og yfirmaður auglýsingastofunnar sem áður hét D&D Advertising en hét undir lokin Amanda Woodward Advertising. Hún var gift Jack Parezi, Peter Burns, Kyle McBride, Rory Blake, og Kyle McBride tvisvar. Alla hennar tíð í þáttunum var hún kynnt sem 'Special Guest Star' og var það líklega vegna þess að hún var frægust og flottust.

Heather Locklear er fædd 25. september 1961 í Westwood, California.
Hún ætlaði að verða klappstýra en var neitað um aðgang og fór í leiklistarklúbbinn í staðinn. Stuttu seinna varðhún fræg fyrir hlutverk sitt sem Officer Stacy Sheridan í 'T.J. Hooker' þar sem hún lék á móti William Shatner. Lék líka í þáttunum 'Dinasty' sem voru framleiddir af Aaron Spelling. Seinna lék hún á móti Michael J. Fox í Spin City sem Caitlin Moore. Einnig hefur hún sést í 'Boston Legal', 'Scrubs' og 'Two and a half Men'.
Locklear er af skoskum uppruna og deilir afmælisdegi með Catherine Zeta-Jones, Michael Douglas, Will Smith, Barbara Walters, Michael Madsen og Christopher Reeve heitinn. Hún er skyld annari konu Donalds Trumps. Hún deitaði Tom Cruise og Scott Baio. Hún var síðan gift trommaranum úr Mötley Crüe, Tommy Lee Jones frá '86-'93. Nú síðast giftist hún gítaraleikaranum úr bandinu hans Bon Jovi, Richie Sambora, árið 1994. Þau eiga eina dóttur saman. Locklear og Sambora slitu samvistum þann 11. apríl 2007. ______________________________________________________________

Dr. Peter Burns eða Dr. Looooooove, leikinn af Jack Wagner. Hann var rosalega smooth gæi og var svona on and off yfirlæknir á Memorial sjúkrahúsinu. Hann var giftur Beth Davis, Amanda Woodward og Eve Cleary.

Jack Wagner er fæddur 3. október 1959 í Washington, Missouri.
Hann ætlaði alltaf að verða atvinnugolfari og byrjaði að æfa sig þegar hann var tíu ára gamall.
Wagner er frægastur fyrir hlutverk sitt sem Frisco Jones í 'General Hospital'. Síðan var hann í 'Melrose Place' og 'Bold and the Beautiful' svo við getum kallað hann sápuóperukóng.
Wagner gaf líka út plötu árið 1985 sem heitir 'All I need'. Hann hefur líka verið kynnir í tveimur 'Ungfrú Alheimur' keppnum. Annarsvegar í Honululu, Hawai 1998 og hinsvegar í Trinidad and Tobago árið 1999.
Wagner var giftur sápuleikkonunni Kristina Wagner sem lék á móti honum í 'General Hospital'. Þau áttu saman tvö börn en hjónabandið var mjög stormasamt og þau skildu í annað skipti árið 2006... Síðast fréttist af honum deitandi Heather Locklear. Hann er semsagt miiikið fyrir sápuóperur og sápuóperuleikkonur. Gaman að honum.

_______________________________________________________________

Ég rak augun í nokkur fræg andlit sem léku mjög stutt í Melrose Place, eins og til dæmis Scott Wolf, Alyssa Milano, Jared Leto, George Clooney, Kristin Davis, Vanessa Williams og Ryan Philippe. Ekki amalegt safn þar.

Jæja... þetta fer nú að vera gott. Veit það eru einhverjar persónur eftir en þær voru allar bara í 1 ár eða minna og finnst mér því ekki nauðsynlegt að pæla í þeim :P
Sæl að sinni!



Gleðilegt sumar! 

Kæru landar, nístings kuldi, rok og glampandi sól. Greinileg árstíðaskipti áttu sér stað í nótt.

GLEÐILEGT SUMAR :)

Ég skal svo setja alvöru sumarmynd hérna þegar sumarið kemur í alvöru, núna er bara sumar á dagatalinu....

Annars bara samúðarkveðjur til Landans vegna stórbrunans sem átti sér stað í gær. Þessara húsa verður sárt saknar. Mikil mildi að ekki urðu slys á fólki. Þó öðru hafi verið farið þegar vatnsrörið sprakk. Ég er viss um að bölvun hvíldi á Reykjavík í gær.

Nýjustu fréttir eru samt þær að ég og María erum búnar að panta og borga hótelherbergið okkar úti í LA. Öll ferðin plönuð og nú er bara að bíða til 1.ágúst!!!!! 73 dagar, and counting!!
Kem með ítarlegt blogg um ferðaplanið von bráðar, stay tuned því þetta er mega spennandi plan. Förum í fjögur fylki sko :D

Þangað til, lofjú oll rílí næs!
Þóranna



16 apríl, 2007

Eitt próf á vökunótt 

Já ég er að byrja vinnuviku sem þýðir að ég er að halda mér vakandi í alla nótt... Þá verður maður að taka próf og drepa tímann hehe!
Smellti þessu hér inn því mér finnst þetta svo satt :)




Your Values Profile



Loyalty:



You value loyalty a fair amount.

You're loyal to your friends... to a point.

But if they cross you, you will reconsider your loyalties.

Staying true to others is important to you, but you also stay true to yourself.



Honesty:



You value honesty a fair amount.

You're honest when you can be, but you aren't a stickler for it.

If a little white lie will make a situation more comfortable, you'll go for it.

In the end, you mostly care about "situational integrity."



Generosity:



You value generosity highly.

So much so that you often put your own needs last.

There's nothing wrong with having a caring heart...

But you may want to rethink your "open wallet" policy.



Humility:



You value humility highly.

You have the self-confidence to be happy with who you are.

And you don't need to seek praise to make yourself feel better.

You're very modest, and you're keep the drama factor low.



Tolerance:



You value tolerance highly.

Not only do you enjoy the company of those very different from you...

You do all that you can to seek it out interesting and unique friends.

You think there are many truths in life, and you're open to many of them.



10 apríl, 2007

Nýjar myndir!! 

Já krakkar mínir. Nýjar myndir komnar á síðuna.
Flettið niður hægra megin og smellið á myndaalbúm 5 :)


07 apríl, 2007

Beverly Hills, 90210 

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég að fara til borg englanna, Los Angeles, í ágúst næstkomandi.
Ég er búin að vera að skoða hótel og staði til að fara á og svona, plana þetta í huganum.
Í tilefni þessa er ég líka búin að vera að fylgjast mikið með þáttum sem gerast í Kaliforníu.
Þar ber hæst að nefna Beverly Hills, 90210 sem flestir ef ekki allir horfðu á í gamla daga. Skjár einn bænheyrði mig síðan fyrir einhverjum mánuðum síðan og byrjaði að endursýna alla þættina.
og horfi mikið á þetta enda sýnt á morgnana akkúrat þegar ég kem heim úr vinnunni.
En ég hef líka mikið pælt í því hvað hefur orðið um alla krakkana sem léku í þessu. Ákvað því að grugga ofan í þetta allt saman og hér er það sem ég fann, áhugavert eða ekki.

Byrjum á Jason Priestly. Hann er fæddur 28. ágúst 1969 í North Vancouver í Canada.

Hann lék hinn yfirþyrmandi vinsæla Brandon Walsh frá 1990-1998
Jason hefur mikinn áhuga á kappakstri og hefur tekið þátt í rallímótum nokkrum sinnum. Árið 2002 slasaðist hann illa þegar hann klessti á vegg á tæplega 290 km hraða. Hann var hinsvegar fljótur að jafna sig fyrir tilstillan kærustu hans, Naomi Lowde sem hann giftist síðan í Maímánuði árið 2005 . Síðastliðinn febrúar tilkynntu hjónakornin að þau eiga von á sínu fyrsta barni seinna á árinu.
Eftir BH hefur Jason leikið í nokkrum sjónvarpsþáttum og ber þá helst að nefna þættina Tru Calling og Love Monkey. Einnig hefur hann leikið í bíómyndum en engin þeirra er neitt fræg svo við skulum hætta að pæla í því.

Næst er það Shannen Doherty, fædd 12. apríl 1971 í Memphis Tennessee.
Hún lék Brendu Walsh, tvíburasystur Brandons frá 1990-1994
Flestir hafa séð hana sem Prue í nornaþáttunum Charmed. En þess ber að nefna að hún var látin hætta í báðum þessum þáttum vegna þess hve hún var einstaklega frek og erfið að vinna með.
Eftir þetta hefur henni gengið illa að fóta sig í Hollywood en byrjaði með sinn eigin þátt sem heitir því frumlega nafni 'Breaking up with Shannen Doherty'.
Einkalífið hefur líka verið stormasamt. Hún giftist Ashley Hamilton sem er sonur George Hamilton. Hjónabandið entist bara í 6 mánuði. Síðar giftist hún Rick Salomon (sem er frægastur fyrir að hafa gert dónóvídjó með Paris Hilton). Þau ógilduðu hjónabandið stuttu síðar.
Shannen er með Crohns sjúkdóminn, vinkona Sarah Michelle Gellar, ofnæmi fyrir ull og súkkulaði og deitaði einu sinni Jason Priestley.

Næst ber að nefna Jennie Garth, fædd 3.apríl 1972 í Urbana, Illinois.

Jennie lék hina ótrúlega endalaust saklausu Kelly Taylor.
Jennie er yngst 7 systkina, 3 al og 3 stjúp.
Hún giftist tónlistarmannainum Daniel B. Clark árið 1994 en þau skildu árið 1996.
Árið 2001 giftist hún leikaranum Peter Facinelli. Þau kynntust árið 1995 þegar þau léku saman í kvikmyndinni 'An Unfinished Affair'. Saman eiga þau þrjár dætur; Luca Bella, Lola Ray og Fiona Eve.
Jennie er mikill mígrenissjúklingur og hefur þjáðst af því alla sína ævi.
Eftir BH hefur hún komið víða við í sjónvarpi og vinsælust var hún í 'What I like about You'.
Jennie og Tiffani-Amber Thiessen sem lék Valerie eru bestustu vinkonur enn þann dag í dag.

Við höfum ekki svona upptalningu án þess að minnast á Luke Perry.

Hann heitir fullu nafni Coy Luther Perry III, fæddur 11. október 1966 í Mansfield, Ohio.
Hann lék strákinn sem gat ekki ákveðið hvort hann var góður eða vondur Dylan Michael McKay.
Luke sótti um í hlutverk Steve Sanders en fékk það ekki. En hann lék í þáttunum frá 1990-1995 og síðan aftur frá 1998-2000.
Eftir BH lánaði hann röddina sína í þátt af Family Guy, og sem hálfbróður Crusty The Clown í Simpsons. Kom aðeins við í Spin City. Árið 2006 lék hann samkynhneigðan fuglaskoðara í þáttunum um Will & Grace.

Ian Ziering, fæddur 30. mars 1964 í Newark New Jersey.
Lék misskildu krúsíndúlluna Steve Sanders.
Ian á 2 bræður sem eru báðir meira en 10 árum eldri en hann. Haft var efti pabba hans að "Ian væri bestu mistökin sem hann hafði gert".
Hann lék í myndinni Domino með Brian Austin Green þar sem þeir léku sjálfa sig og stóðu sig með prýði.
Núna er Ian í sjónvarpsþáttunum Dancing with the Stars og gengur alveg bara ágætlega.
Ian hefur unnið nokkur lítil verðlaun fyrir low profile verk sem hann hefur verið að dunda sér við en hann hefur líka leikið í þáttunum JAG, What I like about you, Melrose Place og Guiding Light.
Hann var giftur Nikki Schieler-Ziering en þau skildu árið 2002.

Gabrielle Carteris fædd 2. janúar 1962 í Scottsdale, Arizona.

Lék proffann hana Andreu Zuckerman frá 1990-1995.
Gabrielle var 29 ára þegar hún byrjaði í þáttunum og var því elst í leikarahópnum af þeim sem áttu að vera í High School. Hún hætti í Beverly Hills til þess að byrja með sinn eigin spjallþátt en hann entist bara í eitt ár. Æjæj.
Hún er gift Charles Isaac og á með honum tvær dætur.
Ofsalega lítð borið á henni í kvikmynda og sjónvarpsheiminum síðan þá. Lánaði röddina sína í Minority Report og lék í litlum sjónvarpsmyndum.

Brian Austin Green, fæddur 15. júlí 1973 í Van Nuys, Los Angeles, California.

Lék gaurinn sem varð milljónamæringur, David Silver frá 1990-2000.
Var trúlofaður Vanessu Marcel og eignaðist með henni soninn Kassius Lijah árið 2002.
1996 reyndi Brian fyrir sér sem rappari og gaf út albúm sem heitir 'One Stop Carnival'. Platan fékk hinsvegar hræðilega dóma og var meðal annars sagt að Brian væri "The poor man's Vanilla Ice".
Brian er nú trúlofaður leikkonunni Megan Fox úr sjónvarpsþáttunum Hope & Faith. Megan er fædd 1986.
Tori Spelling fædd 16. maí 1973 í Los Angeles, California.

Hún lék stelpuna sem gerði aldrei neitt rangt, Donna Martin.
Tori heitir fullu nafni Victoria Davey Tori Spelling og er dóttir Aaron Spelling sem framleiddi Beverly Hills þættina. Hún átti aldrei að fá að vera í þáttunum því pabbi hennar leyfði það ekki en hún skráði sig í áheyrnarprufurnar án þess að pabbi gamli vissi af því og fékk að vera með. Hann samdi þá við fólkið sem skrifuðu þættina að hún yrði aldrei látin gera neitt slæmt, aldrei sýnt of mikið hold og hún yrði alltaf saklausa stelpan. Þetta gekk þannig fyrstu árin sem þættirnir rúlluðu en undir lokin tók Tori sig til og ignoraði orð gamla kallsins.
Tori reyndi fyrir sér í kvikmynda og sjónvarpsheiminum með litlum árangri svo hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem framleiðir fatnað fyrir hunda. Á þessu ári keypti hún líka lítið Bed & Breakfast í Fallbrook Kaliforníu. Það heitir Tori & Dean Inn.
Eftir að faðir hennar dó árið 2006átti Tori að erfa þriðjung af 500 milljón dollara veldi föður síns en móðir hennar sem var stjórnandi fyrirtækisins blandaði sér í málið sem varð til þess að Tori erfði einungis 800 þúsund dollara. Bróðir hennar fékk sömu upphæð og mamman fékk restina. (Skemmtileg mamma þar á ferð).
Tori var gift Charlie Shanian í 14 mánuði. Í desember 2005 trúlofaðist hún leikaranum Dean McDermot. Þau giftu sig á Fiji-eyjum 6. maí 2006 og þau voru berfætt.
Tori og Dean eignuðust þeirra fyrsta barn, Liam Aaron McDermott, þriðjudaginn 13. mars 2007.
Restin af Beverly Hills leikurunum gerðu ekkert til að verða fræg annað en að vera bara "The cast of Beverly Hills 90210" og því nenni ég ekki að telja þau upp öll sömul.
Ein leikkona hefur hinsvegar náð mestri frægð og frama sem var í BH. Það er engin önnur en þokkadísin Hilary Swank.
Hilary Swank er fædd 30. júlí 1974 í Lincoln, Nebraska.


Í september 1997 var henni boðið hlutverk í Beverly Hills. Hún lék einstæðu móðurina Carly Reynolds, kærustu Steve Sanders og var lofað tveggja ára samningi. Persónan hennar var hins vegar útskrifuð eftir 16 þætti. Hún var skiljanlega mjög sár og sagði meðal annars að ef hún væri ekki nógu góð fyrir 90210 væri hún ekki nógu góð fyrir neitt. Seinna kom í ljós að brottrekstur hennar úr BH var það besta sem gat komið fyrir hana. Fékk hlutverk í myndinni 'Boys don't cry' og grennti sig svo mikið fyrir hlutverkið að hún var einungis með 7% að líkamsfitu eftir á líkamanum. Fyrir leik sinn fékk hún Golden Globe verðlaunin og Óskarinn fyrir besta leikkona í aðalhlutverki. Seinna fékk hún sín önnur Óskarsverðlaun fyrir besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni 'Million Dollar Baby'.
Hilary skrifaði undir þriggja ára samning við Guerlain vegna nýju ilmvatnslínunnar sem kemur út seinna á þessu ári.
Í febrúar á þessu ári fékk hún síðan sína eigin stjörnu á Hollywood Walk of Fame.
Hilary kvæntist leikaranum Chad Lowe 28. september 1997. Þau kynntust árið 1992. Mikið mál var gert úr því að hún gleymdi að þakka manninum sínum í þakkarræðu sem hún hélt árið 2000 þegar hún fékk fyrri Óskarinn sinn. Þegar hún vann seinni Óskarinn far Chad sá fyrsti sem hún þakkaði í ræðunni. En í janúar 2006 tilkynntu hjónakornin að þau væru skilin. Hilary vildi fara í hjónabandsráðgjöf en skildu að borði og sæng í maí. Í desember þetta sama ár 2006 staðfesti Hilary að hún væri að deita John Campisi, agentinn hennar.
Árið 2005 var Hilary Swank sektuð um tæpar 15000 krónur fyrir að tilkynna ekki að hún hefði eitt epli og eina appelsínu í handtösku sinni þegar hún fór í gegnum tollinn á flugvelli á Nýja Sjálandi.



Nú ætla ég að segja þessari fyrirgrennslan minni um Beverly Hills leikarana lokið.

Vonandi fannst ykkur eitthvað gaman að lesa um þetta :)


04 apríl, 2007

Viltu vera milljónamæringur? 

Það eru nú margir millar í heiminum í dag. Það er alveg á hreinu. En allt getur nú færst út í öfgar. Nú eru millarnir komnir í einhverja samkeppni um að hafa sem flottasta skemmtikraftinn í afmælinu sínu...

Það muna flestir eftir því að fyrr á þessu ári hélt Óli í Samskip upp á afmælið sitt og Elton John kom og söng fyrir hann. Kaupþing hefur fengið Duran Duran og Tom Jones til að troða upp fyrir afmælisbörn og núna síðast hélt Björgólfur Thor upp á sitt afmæli, sem var by the way 5 daga óvissuferð fyrir um eitthundrað vini hans og kunningja. Meðal skemmtikrafta í veislunni á Jamaica var enginn annar en rapparinn 50 Cent! Ég segi "meðal skemmtikrafta" því þarna voru fleiri á ferð en það hefur ekki verið staðfest ennþá hverjir það voru sem afmæluðu Björgólfinn okkar. Þetta er náttúrulega brjálæði að hafa efni á þessu.




Ég hlakka til að heyra hverjum Eiður Smári býður í sitt afmæli...



03 apríl, 2007

Kaldi kaldi veðri! 

Burrrrrrr. Af hverju er kalt í Reykjavík og 22° hiti fyrir austan?? Ósanngjarnt!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan