17 maí, 2007

Vinnuvika 

Já börnin góð! Nóg að gera í vinnunni skal ég segja ykkur. Það er alveg eins og það sé föstudagur alla vikuna. Nóg af fólki. En það er bara stuð, er það ekki? Jújú!

Nú styttist í Danmerkur og Svíþjóðarferðina mína, jibbí! Hitta hana Rannveigu mína sem ég er ekki búin að sjá ALLT of lengi eða síðan rétt aðeins um jólin... Ekki kúl! Við ætlum að skemmta okkur saman, bongóblíða alltaf í Svíþjóð svo við munum geta skellt okkur á ströndina og svona. Get ekki beðið sko!!

Ég er rosalega ánægð með að vera búin að skrá mig í Háskólann. Frétti að Sigga hefði skráð sig líka sem er algjör snilld og vonandi verðum við báðar í Sálfræðinni í haust. :)

Ég er frekar leið yfir að hafa verið að vinna í gærkvöldi því ég frétti að Josh Groban tónleikarnir hafi verið tærasta snilld, allir með gæsahúð og fallið í stafi. Hann kemur vonandi aftur og þá get ég kannski skellt mér :)

Annars er uppstigningardagur í dag, margir í fríi... ekki ég samt, en það kemur engum á óvart :P

Þetta lag hérna er síðan nýjasta æðið í dag. Ég verð að segja að mér finnst þetta snilld! Kannski svolítið mikill breskur húmor í þessu sem er auðvitað bara gaman! :)



Þetta eru semsagt Dan Le Sac VS Scroobius Pip og lagið þeirra "Thou Shalt always Kill".

Jæja... gott í bili. Kem með eitthvað meira bitastætt blogg seinna meir! :)
Bæjó í bili rassamússar! :)


14 maí, 2007

Eurovision, Alþingiskosningar og Háskóli Íslands 

Úfff... þvílík vika sem var að líða. Alveg hreint stórmögnuð!!
Byrjaði eins og áður sagði á salsa á mánudagskvöldið sem var mjög skemmtilegt! Síðan leið vikan mjög hressilega, ég verslaði mér skó og fleira og hitti helling af skemmtilegu fólki.
Á fimmtudeginum var síðan undankeppni Eurovision þar sem við Íslendingar vorum nálægt því að sjá Eika í úrslitunum. Sá bleiki varð þrettándi í stigaröðinni og voru það efstu tíu sem komust áfram... Stigin okkar komu frá 10 löndum sem líkaði ágætlega við Eikann okkar, við hlutum 1 stig frá Georgíu, 3 frá Hvíta-Rússlandi, 5 frá Litháen, 6 frá Eistlandi og Lettlandi, 10 frá Ungverjalandi og Danmörku og 12 stig frá frændum okkar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Talandi um að Austurtjaldslöndin séu að kjósa sín á milli... Hehe!

Nú á föstudeginum hittist frívaktin á Prikinu klukkan 9 og fengum okkur morgunmat. Sáum síðan hina frægu Risessu vakna í Hljómskálagarðinum og fylgdum henni alla leið inn Pósthússtrætið. Alveg hreint magnað show hjá franska götulistahópnum. Þá ákváðum við að láta þetta gott heita og skelltum okkur á Café Paris og sleiktum sólina framyfir hádegi. Skelltum okkur í bókabúð þar sem keyptar voru bækur og litabók og síðan var það hádegisatur á Hressó. Lituðum í litabók og nutum blíðunnar. Eftir það var farið heim til Lindu í pallapartý, haldið áfram að sitja í sólinni og lita í bókina góðu. Um klukkan 17:30 fór ég síðan niður í Laugar Spa og fékk dýrindis nudd. Náði síðan í Lindu og við fórum saman í Grillpartý í Hamraborginni, síðan aðeins á Kaffi Vín og síðan í partý hjá honum Geira. Þegar það var orðið þreytt fórum við á Hressó þar sem ég hitti Eyrúnu og Melkorku og svaka fjör.

Á laugardeginum var aðalkeppni Eurovision, horfði bara á hana heima, kaus Serbíu sem vann. Brjálað stuð. Og að sjálfsögðu gáfum við Svíþjóð 10 stig og Finnlandi 12.... en ekki hvað?
Rosalega flott lag, sérstakt show en mjög öðruvísi og enginn að herma eftir neinu, ég fíla þannig og þarna var líka aðaláherslan lögð á lagið og sönginn sem var alveg upp á tíu. Serbía vel að sigrinum komin.

Eftir það fór ég með Sissu og Lovísu á Kosningavöku Samfylkingarinnar á Grand Hótel og fylgdumst við spennt með þumlinum fara ýmist upp eða niður.... Ósk okkar um fall Ríkisstjórnarinnar rættist ekki upp svo við fórum í bæinn en það var lítill stemmari fyrir dansi, allir frekar tapsárir svo ég fór bara heim og horfði aðeins meira á Kosningasjónvarpið til svona kl 6. Síðan svaf ég bara allan sunnudaginn og kíkti svo til Maríu eftir mat.


Nú er hafin ný vinnuvika og ég er búin að vaka í alla nótt til að geta sofið í allan dag... Vinna kl 20.

Nú annars eru mikil tíðindi...... Já!!!! Stelpan er búin að skrá sig í Háskólann.... tími til kominn! Búið að sitja á hakanum í tvö ár. Ég skráði mig í Sálfræði.
Næst er það bara að skila inn Prófskírteininu og bíða og sjá.
Spennandi spennandi!! Það er svo gaman þegar það er bjart nææææstum allan sólarhringinn, sól og heitt þó mælirinn segi bara 8° og allir svo glaðir!

Nú er loksins að koma sumar!! :)


09 maí, 2007

Frívika og Eurovision 

Jæja... frívikan mín næstum hálfnuð. Gott að vera í fríi! Á mánudaginn fór ég á salsakvöld SalsaIceland sem haldið var á Glaumbar. Þar mættum við Linda og lærðum grunnsporin og svo var dansað og dansað. Mjög skemmtilegt kvöld sem endaði með sleepover. Svaka fjör. Við Linda nutum síðan sólarinnar á þriðjudagsmorgninum og keyptum okkur ís og svona. Very nice. Ég fór síðn í neglur og kíkti niðrá Nordica og keypti shake handa stelpunum. Leiðinlegt að vinna inni í góðu veðri. Síðan fór ég á Spiderman 3 í gærkvöldi. Hún var bara alveg ágæt sko. Jájá, mér brá tvisvar alveg hreint svakalega, lá við hjartaáfalli í bæði skiptin!!!


Nú annars er það að frétta að Barþjónakeppni Íslands var haldin á sunnudaginn og Gummi, sá sem sigraði keppnina í fyrra hlaut Verðlaunin fyrir Fagleg vinnubrögð og hann Rabbi sigraði og hlaut Íslandsmeistaratitilinn. Brjálað fjör enda er hann ennþá þjónanemi og það gerist ekki oft að nemar vinni BCI keppnina....
Óska Gumma og Rabba innilega til hamingju með þetta!






Nú síðan er næsta mál á dagskrá... Eurovision... Ég er fræg fyrir að vera Eurovision nörd og ætla ekkert að skafa af því, þvert á móti. Ég er búin að liggja yfir lögunum núna í 3-4 vikur. Spá í þessu öllu saman. Eurovision fyrir mér er næstum skemmtilegra en jólin. :D
Ég ætla að spá hérna fyrir um löndin tíu sem munu að mínu mati komast upp úr undanúrslitunum annað kvöld.
Talin upp í þeirri röð sem þjóðirnar stíga á sviðið:

1. Kýpur: Comme ci Comme ca - Evridiki
2. Hvíta Rússland: Work your magic - Dmitry Koldun
3. Ísland Valentine Lost - Eiríkur Hauksson (já ég held okkur takist það!)
4. Danmörk: Drama Queen - DQ
5. Pólland: Time to party - The Jet Set
6. Serbía: Moltiva - Marija Serifovic
7. Makedónía: Mojot svet - Karolina Gocheava
8. Noregur: Ven a bailar conmigo - Guri Schanke
9. Malta: Vertigo - Olivia Lewis
10. Tyrkland: Shake it up Shekerim - Kenan Dogulu

En svo er ég með tvö lög í viðbót sem gætu líka komist áfram og þá líklegast í staðinn fyrir Noreg og Pólland en það eru;
11. Slóvenía: Cvet Z Juga - Alenka Gotar
12. Georgía: Visionary dream - Sopho

Nú er það bara að bíða og sjá og krossa putta fyrir hann Eika okkar :D
Gleðilega Eurovision hátíð!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan