15 nóvember, 2007

Ég er á lífi 

Jæja.... efast um að einhver lesi bullið mitt þar sem ekkert hefur gerst hér ótrúlega lengi...
Held ég fari bráðum bara að slútta þessu bloggi. Maður hefur svo mikið að gera á Myspace og Facebook, allir vinirnir fylgjast með manni þar...

En ef einhver þarna úti les þetta blogg ennþá þá get ég svosem haldið því uppi áfram, það er ekkert mál.

Það er annars voða lítið að frétta. Lífið snýst bara um skólann og vinnuna, svefnleysi og heimanám. Mér gengur bara vel í skólanum held ég, búin að ná Vinnulaginu svo þar eru nokkrar einingar komnar í safnið. Þá er bara að massa síðasta hlutaprófið í Almennunni og vona að meðaleinkunnin sé yfir 5 þá slepp ég við að taka jólaprófið. Þá þarf ég bara að taka Skýringar á hegðun og Tölfræði um jólin. Nokkuð gott ef það gengur upp.
Svo er langt langt jólafrí, kennsla hefst aftur 14. janúar minnir mig. En þá byrjar líka brjálað prógram, pakkaðasta stundaskrá sem ég hef nokkurntíma séð. 5 daga vikunnar, annað en núna þegar ég er í fríi alltaf á föstudögum. En nú er þessi önn bara alveg að verða búin, klárast 30. nóvember... ekki mikið.
Jólin nálgast óðum, farið að glitta í seríur í einstaka gluggum og búðirnar farnar að auglýsa á fullu. Ég fer í jólahlaðborð í Perluna að árlegum sið 20. desember. Hlakka mikið til enda byrja jólin formlega þá.
Ég er mikið að spekúlera hvernig jólaskreytingar munu fara fram í ár. Nýtt pleis og miklu meira pláss, fleiri gluggar og skemmtilegheit. Þetta verður gaman :)

En já... þetta var nú bara smá updeit. Ef það er enginn að lesa þetta þá ætla ég ekkert að hafa þetta lengra að sinni, en endilega skiljið eftir komment svo ég viti hvað ég á að gera...

Bestu kveðjur
Þóranna Hrönn


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan