29 nóvember, 2006

Fegurð 

Fegurð er afstæð og margbreytileg, það erum við örugglega öll sammála um. En hvernig hefur fegurðin breyst með tímanum? Hefur hún breyst mikið, lítið? Til góðs eða ills?
Látum myndirnar leiða okkur smá veg gegnum fegurstu konur nokkurra kynslóða:12. og 14. öld
15. og 16. öld


17. og 18. öld19. öld og 3. áratugur 20.aldar


5. og 6. áratugur 20. aldar8.og 10. áratugur 20. aldarOg að síðustu hin nýkrýnda Miss World 2006:
Tatana Kucharova frá Tékklandi

Jæja... þetta var ágætis ferli... skemmtilegt að ljósa hárið kom í tísku með Marylin Monroe... Fyrir það var kúl að vera dökkhærður eða rauðhærður hehe.
En það er nú ekki meiningin að tala um háraliti... mér finnst bara gaman að svona pælingum og dóti... annars ætlaði ég bara upphaflega að skella inn einu videoi hérna til gamans... rakst á það áðan á netinu og fór að pæla í fegurð og spyrja mig hvað fegurð sé... Ég fæ bara það eina út að fegurð er það sem kemur frá manneskjunni sjálfri, gleði, sjálfsöryggi og ánægja. Það er fegurð!
Stelpur mínar, ef einhver þarna úti er að öfunda allar flotu módelstelpurnar af andlitinu eða vextinum... pæliði aðeins í vídjóinu hérna... þetta er alveg frábært!
Annars vildi ég bara minna alla á að ef þeir eru óöryggir með útlitið... kíkja í spegil, finna alla partana á sjálfum ykkur sem þið eruð ánægð með og pæla í þeim... segja svo við ykkur sjálf hvað þið eruð dugleg í vinnunni, dugleg að læra, góð við litla bróður, góð við konuna í búðinni... believe it or not, þetta hressir mann upp og styrkir sjálfsálitið. Sérstaklega núna í prófatörnum og jólaundirbúningnum. Elska ykkur öll rúsínurnar mínar!!!
28 nóvember, 2006

Nýjasta æðið 

Jæja, nýjasta æðið að finna hverjum maður er líkur... Jæja, ég stóðst ekki mátið og gerði það líka! Þið getið svo dæmt sjálf bara hvort þið séuð eitthvað sammála þessu...
Mér finnst þetta bara fyndið :)Ný vinnuvika 

Jæja.. þá er helgin að baki og ný vinnuvika hafin. Skemmti mér svakalega vel um helgina. Fór í bæinn með Lovísu á föstudaginn og svo var spilakvöld og djamm með Dóru, Maríu og Thelmu á laugardaginn. Tókst að láta hrinda mér á stól á Hressó og hef víst eitthvað skemmt í mér rifbein því ég get ekkert athafnað mig með hægri hendinni, vont að hnerra og hósta og get alls ekki beygt mig...
Sunnudaginn fór ég svo með pabba og Guðjóni bro að heimsækja Höbbu sys í Njarðvík, skoða nýju íbúðina þeirra. Massa fínt alveg! Svo er vinnan tekin við núna.
Það hefur orðið svolítið af mannabreytingum í vinnunni síðan í síðustu vinnuviku... Sabino er fluttur heim til Þýskalands, Áki porter hætti og George líka. Brjánn er byrjaður með Maxi á næturvöktum, Ævar kom í staðinn fyrir Áka og nú vantar bara einhvern á mína vakt. Hlakka til að sjá hver það verður.
Annars er bara ekkert að frétta sko... Jólin eru komin á Nordica, það er alveg ljóst, jólaskraut útum allt og jólahlaðborðin byrjuð á VOX. Allt voðalega stílhreint hérna auðvitað, mjög fallegt. Skemmtilegast finnst mér skrautið á stigaganginum... stiginn uppá 9.hæð fer í hring og því er svona gat í miðjunni... þar hanga jólatré niður.... Á HVOLFI! Yes you heard me... þetta er algjör snilld... Verð að taka mynd af þessu, fólk er ofsalega sniðugt hérna ha! :)
En já... fyrst ég er að blogga í vinnunni þá verð ég víst að hætta.
LATER!! :)

P.S. Það var smá vesen með nýju skoðanakönnunina... endilega kjósið aftur bara, hitt var ekki tekið með... sorry. :)


24 nóvember, 2006

Föstudagur...stemmari! 

Já og hvað gerist á föstudögum? Virku dagarnir taka enda og helgin gengur í garð. Fólk er yfirleitt í góðu skapi á föstudögum. Minna stress, gleði gleði! Svo er líka fínt veður úti... og ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt! Á morgun er spilakvöld hjá nokkrum í vinnunni, það verður skemmtilegt held ég! En í kvöld... æ dunno... ætla allavega að horfa á x-factor, þekki ógrynni af fólki sem tók þátt í þessu... meira að segja fólk sem er í úrslitunum :D Restin af kvöldinu kemur í ljós.
En í tilefni föstudags er hérna soldið sem kemur mér alltaf í gott skap:21 nóvember, 2006

Halló sjónvarp! Jæja.
Í dag er þriðjudagur, skemmtilegt. Dagurinn í dag er líka skemmtilegur útaf því að í dag er alþjóðlegur halló-dagur OG alþjóðlegur sjónvarpsdagur!! Pæliði í því. Allir að horfa á sjónvarp og segja halló við að minnsta kosti 10 ókunnugar manneskjur. Það er margt sem fólk hefur fundið uppá ha!
Annars er ég hress. Reyndar illt í bakinu í allan gærdag, ekki gott. Fór með Björk frænku á hundahlýðninámskeið, hún á 2 voffalinga svo hún þarf einhvern með sér. Krúttaralegir voffar þar á ferð.
Annars gerði ég ekki neitt í gær, svaf og horfði á 24. Á 3 þætti eftir af 5.seríu, þetta er orðið svo brjálæðislega spennandi að það er ekki eðlilegt!!! Ég límist alltaf yfir svona þáttum, Lost, 24 og Prison Break... að ógleymdum Deperate. Je minn eini ég er enn í sjokki eftir 6.þátt úr 3.seríu DH.
Annars horfði ég á Edduna. Aldeilis ánægð með öll verðlaunin
sem Mýrin fékk enda snilldarmynd! Ég skildi reyndar ekkert í þessu með Bubba og Hrafnhildi... "Bubbi ertu fallinn?" ..."já, ég er fallinn fyrir þér" Fannst þetta ótrúlega lúseralegt og kjánalegt og ég fékk svona aulahroll. Ég fæ mjööög sjaldan aulahroll. Annars skil ég ekki að þau séu par. Þetta er eitt af því sem ég missti alveg af meðan ég var úti, kem heim og er bara eitt stórt spurningamerki!!
19 nóvember, 2006

Er líða fer að jólum... 

Krakkar mínir komiði sæl, ég er jólasveinninn!
Já þetta förum við bráðum að heyra enda aðventan að hefjast næstu helgi og fyrsti snjórinn er fallinn á götur Reykjavíkurborgar.
Ég ætla nú samt að standa við mitt og byrja ekki að jólaskreyta fyrr en í fyrsta lagi 1.desember.


Hinsvegar eru margir byrjaðir að kaupa jólagjafir til þess að geta átt ánægjuleg og stresslaus jól og það finnst mér svosem í lagi.
Af því tilefni ætla ég að koma með smá jólagjafalista því ég á eftir að verða spurð um hann fljótlega. Fínt að hafa hann bara hér, aðgengilegan fyrir öllum, bæði vinum, fjölskyldu og jólasveinunum 13.
So... here we go...

1: Bíll. (já ég veit þetta er óraunhæft en samt á listanum)
2: Úlpa. (Svört úlpa sem er hlý, nær niður fyrir mitti og er með góðri hettu)
3: Dökkgrænn augnskuggi til að skyggja með. Helst Mac eða Make up store
4: Hlýir, mjúkir inniskór
5: Hlý peysa fyrir veturinn
6: Peningur er alltaf góður
7: Vantar líka nýjan gemsa :P
8: Myndavélin mín er aðframkomin en það er líka kannski óraunhæft, nema allir gefi mér pakka saman

Dettur ekkert meira í hug, bæti bara á þennan lista ef ég man eitthvað. Ég fæ alltaf um svona 30 pakka svo ég þarf að hugsa um meira held ég.
En annars er sko kort og knús alltaf frábært elsku dúllurnar mínar!! :)


18 nóvember, 2006

Calvin and Hobbes 

Í dag er merkisdagur því nákvæmlega fyrir 21 ári kom út fyrsta Calvin and Hobbes teiknymyndaserían. Hann Bill Watterson átti hugmyndina og teiknaði þá félaga og öll þeirra prakkarastrik fram til ársins 1995. 10 ár er ansi góður tími fyrir teiknimyndaseríu sem var á hápunkti sínum prentuð í 2400 dagblöðum úti um allan heim.
Þeir félagar eru því jafngamlir mér og óska ég þeim til hamingju með daginn.
Hér er það fyrsta sem heimurinn sá af Calvin and Hobbes.Annars er lítið að frétta. Bara að vinna á milljón. Vinna 104 tíma á 9 sólarhringum í röð. Aldeilis fínt fyrir budduna ha! :)
Búin að frétta það frá mörgum gestum að Sugarcubes tónleikarnir í Höllinni hafi verið alveg geggjaðir! Trúi því vel enda gott band þar á ferð.

Eftir þessa helgi er ég svo komin í langþráð vikufrí. Hlakka mjög mikið til að gera ekkert, horfa á 24, LOST, Desperate Housewives og Prison Break. Hitta eitthvað af þessum vinum mínum sem ég sé ekkert lengur og slappa af. Kannski reyna að komast í nudd einhverstaðar, er alveg búin í líkamanum mínum, bakið að ganga frá mér :S Synda kannski eitthvað líka. Hver er game í sund með mér ?? :D
17 nóvember, 2006

Myndir myndir myndir myndir! 

Jæja, hér eru loksins nokkrar nýjar myndir frá september og október. Staffadjamm, kaffihúsaferð með MR fólki og eitthvað djamm.
Fleiri myndir koma síðar :) Hóp jú læk!Ekki gera ekki neitt! 

Þessi skemmtilegi frasi Intrum á Íslandi hefur tröllriðið íslensku þjóðinni síðastliðna mánuði.
Í gær var fjármálaráðstefna sveitarfélaga haldin hér á Nordica og voru Intrum auðvitað mættir á svæðið ásamt fleirum úr fjármálageiranum og hér var mikið partý. En það sem mér fannst langathyglisverðast var að Intrum voru með bjór í boði fyrir gesti og á þá var búið að líma nýja límmiða, á þeim stóð: "EKKI GERA EKKI NEITT .....sem þú sérð eftir á morgun."
Þetta finnst mér alveg stórfenglegt! Held reyndar að þetta hafi nú ekki komist til skila miðað við ástand á sumu fólki. En sniðugt samt.

Ég er kannski lame og gamaldags en mér finnst að það ætti að auglýsa meira svona. Fólk er stundum í svo annarlegu ástandi, undir svo svaðalegum áhrifum áfengis að það veit ekki muninn á réttu eða röngu og gerir bara... eitthvað. Stundum er það mjög slæmt, ég verð mikið vör við það núna eftir að ég byrjaði að vinna næturvaktir, sumt fólk kann alls ekki sín takmörk og gengur alltaf skrefinu of langt, stundum nokkrum skrefum of langt.
Ég hef mikið pælt í þessu eftir að ég flutti heim frá Englandi. Íslendingar kunna ekki að fara með áfengi. Engan veginn!
Úti drekkur fólk nokkra bjóra og eitthvað sér til skemmtunar, til að hafa gaman.
Hér á landi drekkur fólk þar til það skilar því aftur og getur ekki gengið lengur. Hvar er gamanið í því? Ég er auðvitað ekki að alhæfa neitt, veit að hvort tveggja fyrirfinnst í báðum löndum en hér er þetta svo miklu augljósara.
Æi fyrirgefiði vælið í mér en mér finnst bara drykkjumenning Íslendinga gersamlega vera löngu búin að missa marks. Síðan eru allir að tala um að lækka kostnaðinn á áfengi? Ónei! Fyrst þarf landinn að læra að meðhöndla þetta.


16 nóvember, 2006

Nú stend ég á gati 

Ekki er nú öll vitleysan eins samanber frétt sem ég fann á Ananova .
Nú hefur 27 ára rússneskur fatahönnuður, Natalya Kashuba, unnið mál sem hún höfðaði gegn Coca Cola Company, byggt á þeim foresendum að gosdrykkurinn hafi valdið því að hún þjáðist af svefnleysi og brjóstsviða.
Kona þessi drakk um 3 lítra af drykknum á dag í 5 ár. Hún varð háð Coka Cola eftir að leikur hóf göngu sína í Rússlandi, að skipta á töppum fyrir ýmis verðlaun. Ótal vindsængur og útvörp voru notuð sem lykilsönnunargögn í málsókninni.
Úrskurður rússneska dómsins var sá að Coca Cola Company hafi ekki gengt skyldu sinni nægilega vel og ekki auglýst hugsanleg sjúkdómseinkenni sem geta orsakast vegna of mikillar neyslu drykkjarins og var fyrirtækinu gert að borga konunni £62 !!! (62 Sterlingspund jafngilda 8271.- Kr)
Þetta er náttúrulega hlægilegur peningur og er ég viss um að málsóknin hafi kostað margfalt þessa upphæð. En Natalya Kashuba er hvergi hætt og fer fram á £59,000 til viðbótar eða 7.871.190.- Kr...... Bjartsýn!

Maður spyr sig... hvað er að gerast með heiminn? Fólk er orðið svo gráðugt og vitlaust að það gerir allt sem þeim dettur í hug til að græða peninga.
Ætti maður kannski að fara í mál við veðurguðina því maður fær kvef á því að vera úti og þarf að borga fyrir kvefmeðul? Alveg jafn fáránlegt!!!

Fréttina má sjá hér í heild sinni.


Geðbrjálað veður!!! 

Brjálað veður!Mynd tekin af vedur.is
Hvað er að gerast með veðrið síðustu daga? Það er annaðhvort blankalogn og blíða eða brjálaður stormur og -7°.
Hér í vinnunni hjá mér snýr anddyrið að Esjunni og vindáttin snýr semsagt beint framan á hótelið. Við erum búin að loka hringhurðinni enda voru stykki farin að brotna úr henni útaf vindinum. Svakalegt alveg.
Ég vil fá snjókomu, logn og sólskin, svona skíðaveður! :) En ég held mér verði ekki að ósk minni í bráð. Leiðindi ha!
En já. Ég vil biðja alla um að kjósa í nýju könnuninni hér hægra megin á síðunni :)
Takk.


15 nóvember, 2006

Takk 


Þakka frábærar viðtökur á nýju síðunni.

Endilega sendið mér link á síðurnar ykkar ef ég er að gleyma einhverjum í vinalistann :)

Annars er hérna quote sem ég rakst á fyrr í kvöld:

This is our purpose: to make as meaningful as possible this life that has been bestowed upon us; to live in such a way that we may be proud of ourselves; to act in such a way that some part of us lives on.
Oswald Spengler
German historian & philosopher (1880 - 1936)


14 nóvember, 2006

Flott á því ha! 

Jæja. þá er stundin loksins runnin upp! :)
Nýja síðan mín er tilbúin fyrir notkun.
Ég er ekkert smá ánægð með lúkkið og allt bara. Hann Andri Hugo á heiðurinn af síðugerð þessari, en glöggir menn muna eflaust að hann hjálpaði til með gömlu blogdrive síðuna líka. En hann á alfarið heiðurinn af þessari nýju síðu.

Í tilefni af þessari nýju síðu ætla ég að blogga enn meira og koma með hresst og ferskt blogg eins oft og ég get.

Einnig ætla ég að setja upp smá skoðanakönnun innan skamms um hvað lesendur vilja sjá á síðunni minni. Bara til að gera þetta alveg skothelt og skemmtilegt.

Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst.


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan