
Í dag er merkisdagur því nákvæmlega fyrir 21 ári kom út fyrsta Calvin and Hobbes teiknymyndaserían. Hann
Bill Watterson átti hugmyndina og teiknaði þá félaga og öll þeirra prakkarastrik fram til ársins 1995. 10 ár er ansi góður tími fyrir teiknimyndaseríu sem var á hápunkti sínum prentuð í 2400 dagblöðum úti um allan heim.
Þeir félagar eru því jafngamlir mér og óska ég þeim til hamingju með daginn.
Hér er það fyrsta sem heimurinn sá af Calvin and Hobbes.
Annars er lítið að frétta. Bara að vinna á milljón. Vinna 104 tíma á 9 sólarhringum í röð. Aldeilis fínt fyrir budduna ha! :)
Búin að frétta það frá mörgum gestum að Sugarcubes tónleikarnir í Höllinni hafi verið alveg geggjaðir! Trúi því vel enda gott band þar á ferð.
Eftir þessa helgi er ég svo komin í langþráð vikufrí. Hlakka mjög mikið til að gera ekkert, horfa á 24, LOST, Desperate Housewives og Prison Break. Hitta eitthvað af þessum vinum mínum sem ég sé ekkert lengur og slappa af. Kannski reyna að komast í nudd einhverstaðar, er alveg búin í líkamanum mínum, bakið að ganga frá mér :S Synda kannski eitthvað líka. Hver er game í sund með mér ?? :D