Krakkar mínir komiði sæl, ég er jólasveinninn!
Já þetta förum við bráðum að heyra enda aðventan að hefjast næstu helgi og fyrsti snjórinn er fallinn á götur Reykjavíkurborgar.
Ég ætla nú samt að standa við mitt og byrja ekki að jólaskreyta fyrr en í fyrsta lagi 1.desember.

Hinsvegar eru margir byrjaðir að kaupa jólagjafir til þess að geta átt ánægjuleg og stresslaus jól og það finnst mér svosem í lagi.
Af því tilefni ætla ég að koma með smá jólagjafalista því ég á eftir að verða spurð um hann fljótlega. Fínt að hafa hann bara hér, aðgengilegan fyrir öllum, bæði vinum, fjölskyldu og jólasveinunum 13.
So... here we go...
1: Bíll. (já ég veit þetta er óraunhæft en samt á listanum)
2: Úlpa. (Svört úlpa sem er hlý, nær niður fyrir mitti og er með góðri hettu)
3: Dökkgrænn augnskuggi til að skyggja með. Helst Mac eða Make up store
4: Hlýir, mjúkir inniskór
5: Hlý peysa fyrir veturinn
6: Peningur er alltaf góður
7: Vantar líka nýjan gemsa :P
8: Myndavélin mín er aðframkomin en það er líka kannski óraunhæft, nema allir gefi mér pakka saman
Dettur ekkert meira í hug, bæti bara á þennan lista ef ég man eitthvað. Ég fæ alltaf um svona 30 pakka svo ég þarf að hugsa um meira held ég.
En annars er sko kort og knús alltaf frábært elsku dúllurnar mínar!! :)