29 nóvember, 2006

Fegurð 

Fegurð er afstæð og margbreytileg, það erum við örugglega öll sammála um. En hvernig hefur fegurðin breyst með tímanum? Hefur hún breyst mikið, lítið? Til góðs eða ills?
Látum myndirnar leiða okkur smá veg gegnum fegurstu konur nokkurra kynslóða:



12. og 14. öld
















15. og 16. öld


17. og 18. öld



19. öld og 3. áratugur 20.aldar


5. og 6. áratugur 20. aldar



8.og 10. áratugur 20. aldar



Og að síðustu hin nýkrýnda Miss World 2006:
Tatana Kucharova frá Tékklandi

Jæja... þetta var ágætis ferli... skemmtilegt að ljósa hárið kom í tísku með Marylin Monroe... Fyrir það var kúl að vera dökkhærður eða rauðhærður hehe.
En það er nú ekki meiningin að tala um háraliti... mér finnst bara gaman að svona pælingum og dóti... annars ætlaði ég bara upphaflega að skella inn einu videoi hérna til gamans... rakst á það áðan á netinu og fór að pæla í fegurð og spyrja mig hvað fegurð sé... Ég fæ bara það eina út að fegurð er það sem kemur frá manneskjunni sjálfri, gleði, sjálfsöryggi og ánægja. Það er fegurð!
Stelpur mínar, ef einhver þarna úti er að öfunda allar flotu módelstelpurnar af andlitinu eða vextinum... pæliði aðeins í vídjóinu hérna... þetta er alveg frábært!
Annars vildi ég bara minna alla á að ef þeir eru óöryggir með útlitið... kíkja í spegil, finna alla partana á sjálfum ykkur sem þið eruð ánægð með og pæla í þeim... segja svo við ykkur sjálf hvað þið eruð dugleg í vinnunni, dugleg að læra, góð við litla bróður, góð við konuna í búðinni... believe it or not, þetta hressir mann upp og styrkir sjálfsálitið. Sérstaklega núna í prófatörnum og jólaundirbúningnum. Elska ykkur öll rúsínurnar mínar!!!




.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan