Jæja. þá er stundin loksins runnin upp! :)
Nýja síðan mín er tilbúin fyrir notkun.
Ég er ekkert smá ánægð með lúkkið og allt bara. Hann
Andri Hugo á heiðurinn af síðugerð þessari, en glöggir menn muna eflaust að hann hjálpaði til með gömlu
blogdrive síðuna líka. En hann á alfarið heiðurinn af þessari nýju síðu.
Í tilefni af þessari nýju síðu ætla ég að blogga enn meira og koma með hresst og ferskt blogg eins oft og ég get.
Einnig ætla ég að setja upp smá skoðanakönnun innan skamms um hvað lesendur vilja sjá á síðunni minni. Bara til að gera þetta alveg skothelt og skemmtilegt.
Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst.