21 nóvember, 2006

Halló sjónvarp! 



Jæja.
Í dag er þriðjudagur, skemmtilegt. Dagurinn í dag er líka skemmtilegur útaf því að í dag er alþjóðlegur halló-dagur OG alþjóðlegur sjónvarpsdagur!! Pæliði í því. Allir að horfa á sjónvarp og segja halló við að minnsta kosti 10 ókunnugar manneskjur. Það er margt sem fólk hefur fundið uppá ha!
Annars er ég hress. Reyndar illt í bakinu í allan gærdag, ekki gott. Fór með Björk frænku á hundahlýðninámskeið, hún á 2 voffalinga svo hún þarf einhvern með sér. Krúttaralegir voffar þar á ferð.
Annars gerði ég ekki neitt í gær, svaf og horfði á 24. Á 3 þætti eftir af 5.seríu, þetta er orðið svo brjálæðislega spennandi að það er ekki eðlilegt!!! Ég límist alltaf yfir svona þáttum, Lost, 24 og Prison Break... að ógleymdum Deperate. Je minn eini ég er enn í sjokki eftir 6.þátt úr 3.seríu DH.
Annars horfði ég á Edduna. Aldeilis ánægð með öll verðlaunin
sem Mýrin fékk enda snilldarmynd! Ég skildi reyndar ekkert í þessu með Bubba og Hrafnhildi... "Bubbi ertu fallinn?" ..."já, ég er fallinn fyrir þér" Fannst þetta ótrúlega lúseralegt og kjánalegt og ég fékk svona aulahroll. Ég fæ mjööög sjaldan aulahroll. Annars skil ég ekki að þau séu par. Þetta er eitt af því sem ég missti alveg af meðan ég var úti, kem heim og er bara eitt stórt spurningamerki!!








.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan