16 nóvember, 2006

Nú stend ég á gati 

Ekki er nú öll vitleysan eins samanber frétt sem ég fann á Ananova .
Nú hefur 27 ára rússneskur fatahönnuður, Natalya Kashuba, unnið mál sem hún höfðaði gegn Coca Cola Company, byggt á þeim foresendum að gosdrykkurinn hafi valdið því að hún þjáðist af svefnleysi og brjóstsviða.
Kona þessi drakk um 3 lítra af drykknum á dag í 5 ár. Hún varð háð Coka Cola eftir að leikur hóf göngu sína í Rússlandi, að skipta á töppum fyrir ýmis verðlaun. Ótal vindsængur og útvörp voru notuð sem lykilsönnunargögn í málsókninni.
Úrskurður rússneska dómsins var sá að Coca Cola Company hafi ekki gengt skyldu sinni nægilega vel og ekki auglýst hugsanleg sjúkdómseinkenni sem geta orsakast vegna of mikillar neyslu drykkjarins og var fyrirtækinu gert að borga konunni £62 !!! (62 Sterlingspund jafngilda 8271.- Kr)
Þetta er náttúrulega hlægilegur peningur og er ég viss um að málsóknin hafi kostað margfalt þessa upphæð. En Natalya Kashuba er hvergi hætt og fer fram á £59,000 til viðbótar eða 7.871.190.- Kr...... Bjartsýn!

Maður spyr sig... hvað er að gerast með heiminn? Fólk er orðið svo gráðugt og vitlaust að það gerir allt sem þeim dettur í hug til að græða peninga.
Ætti maður kannski að fara í mál við veðurguðina því maður fær kvef á því að vera úti og þarf að borga fyrir kvefmeðul? Alveg jafn fáránlegt!!!

Fréttina má sjá hér í heild sinni.


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan