Jæja.. þá er helgin að baki og ný vinnuvika hafin. Skemmti mér svakalega vel um helgina. Fór í bæinn með Lovísu á föstudaginn og svo var spilakvöld og djamm með Dóru, Maríu og Thelmu á laugardaginn. Tókst að láta hrinda mér á stól á Hressó og hef víst eitthvað skemmt í mér rifbein því ég get ekkert athafnað mig með hægri hendinni, vont að hnerra og hósta og get alls ekki beygt mig...
Sunnudaginn fór ég svo með pabba og Guðjóni bro að heimsækja Höbbu sys í Njarðvík, skoða nýju íbúðina þeirra. Massa fínt alveg! Svo er vinnan tekin við núna.
Það hefur orðið svolítið af mannabreytingum í vinnunni síðan í síðustu vinnuviku... Sabino er fluttur heim til Þýskalands, Áki porter hætti og George líka. Brjánn er byrjaður með Maxi á næturvöktum, Ævar kom í staðinn fyrir Áka og nú vantar bara einhvern á mína vakt. Hlakka til að sjá hver það verður.
Annars er bara ekkert að frétta sko... Jólin eru komin á Nordica, það er alveg ljóst, jólaskraut útum allt og jólahlaðborðin byrjuð á VOX. Allt voðalega stílhreint hérna auðvitað, mjög fallegt. Skemmtilegast finnst mér skrautið á stigaganginum... stiginn uppá 9.hæð fer í hring og því er svona gat í miðjunni... þar hanga jólatré niður.... Á HVOLFI! Yes you heard me... þetta er algjör snilld... Verð að taka mynd af þessu, fólk er ofsalega sniðugt hérna ha! :)
En já... fyrst ég er að blogga í vinnunni þá verð ég víst að hætta.
LATER!! :)
P.S. Það var smá vesen með nýju skoðanakönnunina... endilega kjósið aftur bara, hitt var ekki tekið með... sorry. :)