05 desember, 2006

Jóla jóla 

Já, það fer nú varla framhjá nokkrum manni að jólin eru á næstu grösum. Búið að skreyta voða mikið og allt að verða fínt. Ég tók mig til og skreytti í gær inni hjá mér, óóótrúlega dugleg!! Ætla að fara í leiðangur í dag og finna eitthvað flott ljósadót, seríu eða eitthvað þannig og rauð kúlukerti í þrefalda gólfstjakann minn. Þá verður þetta alveg über düber. :)

Síðasta vinnuvika var alveg massíft kreisí svo ég hafði engan tíma til að blogga. Hvað gerðist? Það þarf eiginlega að spyrja frekar hvað gerðist EKKI í vinnunni....
Ég má nú ekki tala um margt af því en ég get sagt ykkur að Rockstargengið er alveg frábærasta fólk í heimi. Þau eru yndisleg!! Bara íslendingarnir sem eltu þau á röndum útum allar trissur voru alveg óeðlilega erfiðir. Útúrdrukknir og héldu að þau ættu heiminn, bara því þau voru að hanga með stjörnunum. Ótrúlegt hvað þau gengu langt í að gera sig að fífli líka. Alveg frábært að fylgjast með því.
En ég verð samt að segja að Húsbandið, Storm og Dilana standa uppúr í almennilegheitum og frábærleika. Strákarnir Toby og Josh voru soldið sona.... á "rokkstjörnulátunum" En það er svosem í lagi, þeir voru ekkert kreisí sko.

Annars var bara hellingur sem gerðist og það er nú ekki oft sem ég brjálast en fimmtudagsnóttin var svo erfið að ég var á tímapunkti að fara að setjast niður og gráta, hélt ég myndi ekki ráða við meira. En þá kom han Sam frá Mark Burnett productions og bjargaði lífi mínu. Á föstudag og laugardag voru svo security guards niðrí vinnu svo það var ekki jafn erfitt, en samt, á laugardagsmorgninum var ég svo brjáluð að ég þurfti að fara í sund til að synda úr mér pirringinn og slaka á. Góð aðferð sko.

Eníhú! Nóg um vinnuna. Nú er ég í fríi og ætla að njóta þess til hins ýtrasta :D
Jólainnkaup og skemmtilegheit. Jeijjjj. Reyni að hugsa ekki um það að ég sé að vinna öll jólin og nýt bara aðventunnar.

Endilega látið mig vita ef ykkur leiðist og langar í samhangara, þá hef ég ekkert að gera þessa vikuna :)

Bæ í bili!!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan