26 desember, 2006

Jólapakkaflóð 

Jæja.. hvað segiði, fengu ekki allir fullt af pökkum og góðum mat?
Það vona ég innilega.
Vil bara þakka öllum alveg kærlega fyrir jólakveðjurnar, jólakortin og pakkana, ég er alveg svakalega ánægð með allt saman.
Ég ætla að gera eins og síðasta ár og skrifa hérna hvað leyndist í pökkunum mínum. Mér finnst það svo skemmtilegt :D

Frá jólasveinunum sem kíktu í skóinn minn fékk ég 2 boli, trefil, maskara, brettara og púða.
Frá mömmu og Gulla fékk ég nýjan Sony Ericsson síma.
Frá pabba fékk ég keramiksléttujárn, March of the Penguins á dvd og pening
Frá ömmu og afa fékk ég gyllt DKNY úr og Guerlain varasalva
Frá Björk og Bjössa fékk ég "bara" púða númer 2
Frá Krökkunum á Lindó fékk ég Guess handtösku, hring frá Aldo, Happy Holidays M&M's poka og fyrstu seríu af Sex and the City
Frá Gúra og Astró fékk ég kerti sem ilmar eins og jólastafur
Frá Agnesi Ýr fékk ég flísteppi og Lay Low diskinn
Frá mömmu hans Gulla fékk ég Cars á dvd
Frá Andra fékk ég Mariocart á Game Cube
Frá Rannveigu fékk ég nærföt, svarta peysu og grænan bol
Frá Thelmu fékk ég Friis & co armband og eyrnalokka
Frá Kristínu fékk ég armband og náttföt
Frá Maríu fékk ég Notebook á dvd og krem til að laga gráthrukkurnar
Frá Sigrúnu fékk ég hálsfesti og Joe Boxer nærbuxur
Frá Brjánsa fékk ég Stóru Draumráðningabókina
Frá Gugga bro fékk ég Rockstar Supernova diskinn
Frá Höbbu sys fékk ég rúmföt
Frá Björgu fékk ég hvítan trefil og Eyrnalokka
Frá Eyrúnu fékk ég náttbuxur og eyrnalokka
og frá Silju fékk ég fjólubláan Vila bol.

Ég er ýkt hamingjusöm og gaman gaman.

Annars er ég bara í vinnunni. Fór að vinna kl 20 á aðfangadagskvöld... ekki beint í anda jólanna en.. svona er lífið stundum. Er að vinna núna alveg fram að Gamlársdag og þá kemur Patrick og ég ætlað sýna honum íslensk áramót og smá af landinu.

Nú er þetta orðið gott í bili. Þar til næst, góðar stundir.


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan