25 janúar, 2007

Besta og versta hljóð í heimi 


Jæja... ég er forvitin. Var að horfa á Sky News þar sem var verið að kynna niðurstöður úr áhugaverðri könnun meðal Breta.
Bestu og verstu hljóðin.
Persónulega verð ég að segja að mér finnst verstu hljóðin vera: Hljóðið þegar þú hringir í faxtæki, ískur í krítartöflu, illa spilað á fiðlu eða píanó og hnífur að skerast í postulínsdisk.
Bestu hljóðin finnast mér hinsvegar hljóðið sem heyrist þegar þú hellir glænýju kóki í glas og innilegur barnahlátur.

En ég er forvitin, hvað finnst ykkur? Endilega segið mér frá í commentaglugganum. :)


22 janúar, 2007

Æðisleg vika að baki 

Vá hvað það er skemmtilegt að snúa sólarhringnum við... maður getur horft á sjónvarpið og hangið í tölvunni alveg ótrúlega lengi og það er bara allt í besta lagi með það og maður fær ekkert samviskubit!!
En já, það þýðir víst líka að ný vinnuvika sé að ganga í garð.
Frívikan mín er búin að vera bara alveg frábær. Kaffihúsaferð með Lindu, fór út að borða með Sigrúnu og Eyrúnu og við notuðum þá gjafabréfið mitt á Rossopomodoro. Fengum rosalega góðan mat að mínu mati, mjög sátt. Nú síðan var líka farið í tvo Body Jam tíma og kíkt í Kringluna og Smárann.
Föstudaginn eftir Jam-tímann borðuðum við Linda og gerðum okkur klárar. Síðan komu margir vinir hennar og við spiluðum Trivial og Pictionary/actionary langt fram á nótt. Ofsalega skemmtilegt. Á laugardeginum völtuðum við yfir Ástralska liðið í handbolta... Þá um kvöldið komu frændur Gulla í mat heima og eftir dýrindismat fór ég í þrítugsafmælisveisluna hennar Þóru. Þar var mesta stuð sem ég hef lent í í heimapartýi síðan ég man eftir mér bara. Svakalega mikið dansað, sungið og mikið gaman. Myndir munu koma, jájá easy tigers and chickens. Læt ykkur vita :D
Ég er allavega bara rosalega glöð yfir hvað frívikan mín var skemmtileg. Nema sú staðreynd að við töpuðum fyrir Úkraínu :(

En hey! Liverpool vann Chelsea!! Það má sko gleðjast yfir því!


Annars er kominn tími á hrós vikunnar og það fá auðvitað Strákarnir okkar! Þetta var alveg hreint stórfenglegt, tapa leiðinlega á móti Úkraínumönnum en koma svo nautsterkir inn og rústa Frökkunum. Roooosalega var gaman að fylgjast með þessu! Svo er bara að halda þessu áfram á móti Slóveníu, Túnis, Póllandi og Þýskalandi :)
Allir áttu hreinlega stórleik, enda er það samvinnan sem skilar árangri! ÁFRAM ÍSLAND!


15 janúar, 2007

Frí frí frííí!! 

Jibbí jeij! Nú er vinnutörnin að verða búin... 2 og hálfur tími eftir og þá er ég komin í langþráð vikufrí. Náði náttúrulega ekkert að slappa af meðan Patrick var hérna þannig að nú ætla ég að slappa af, sofa út, kíkja á kaffihús með hinum og þessum og eiga so gott djamm um helgina. Jii ég hlakka svo til! Þarf reyndar líka að taka niður jólaskrautið... kannski hef það bara fram að páskum ;)

Nýi bíllinn minn er æði, geggjað að eiga bíl. Ekki háð neinum ákveðnum strætótímum eða brjáluðu plani um að geta verið á mömmubíl. Ég verð nú samt að segja það að ég væri alveg til í að þessi snjór færi að fara... það er þreytandi að þurfa að skafa og keyra á 20 alls staðar.

Annars er það að frétta að ég er byrjuð í ræktinni núna, við Linda beib förum saman tvisvar í viku í Body Jam í Baðhúsinu og svo fer ég sjálf í aðra tíma þegar ég hef tíma. Me like! Koma sér í form áður en ég fer að bikiníast með Maríu í Barcelona!

Svo er ég svakalega mikið að hugsa hvað mig langar að læra í Háskólanum næsta haust. Skoða mismunandi brautir og fög. Soldið clueless ennþá en samt aðeins að síast úr hvað mig langar í, sem er gott, búin að vera alveg glórulaus ALLT of lengi! Svaka pælingar í gangi

Eeeeeeeníhú. Ég ætla að klára þessa 2 tíma og nokkrar mínútur sem ég á eftir í vinnunni og fara svo heim og gera... EKKI NEITT!! HAHAHA.

Heyriði... hrós vikunnar! Já þetta er nýr liður sem ég ætla að koma með á hverjum mánudegi frá og með núna.
Fyrsta hrósið fær hún Hrafnhildur Ósk Þórsdóttir... A.K.A. systir mín.
Hún er búin að vera mest duglegust síðustu daga og gengur svo ótrúlega vel að ég er að springa úr gleði. Æ lof jú sys!!! Haltu áfram að vera svona dugleg :D

Þar til næst, veriði góð við allt og alla.
Blerú!


12 janúar, 2007

Ný könnun 

Hjellú... ég vil endilega minna ykkur á að taka þátt í nýju könnuninni hérna á síðunni... hún er um áramótaheit. Sjálf gerði ég ekkert áramótaheit frekar en fyrri ár, en þætti gaman að vita hvað þið hin eruð að gera :)

Annars er ég bara góð, fjör í vinnunni eins og ávalt. Hlakka til að komast í vikufríið samt, slappa af svona einu sinni, það verður mjög næs.

Bless í bili!


10 janúar, 2007

Baldur Símonarson 

Já... hann er hvorki fugl né fiskur. Hvað þá Maður. Baldur er nýji fararskjótinn minn. Hann er voðalega sætur og yndislegur og góður við allt og alla.
Hann lítur svona út... og er Nissan af týpunni Almera.

En á myndinni er hann hreinn en í alvörunni er hann soldið skítugur núna og það er ekki maður inní honum eins og á myndinni...
en hann er samt voða mikið krútt og ég dýrkann ;)

Gaman gaman gaman :) Víííj! Nú er ég orðin geggjað fullorðin sko :D

Vildi bara deila þessu með ykkur.


Annars er ég rosalega hrifin af svona prófum... eflaust margir sem hafa áttað sig á því fyrir löngu.

What Color Is Your Aura?

We don't need a psychic to tell us that you're giving off a Gold vibe. You couldn't ask for a better color — a glistening gold aura is as good as it gets. A lively blend of yellow and orange, gold people are happy, playful, energetic, sensitive, and generous. Always up for adventure, you'd give a friend in need the shirt off your back. You're spiritual, too — all those halos in old paintings aren't colored gold by coincidence. Almost childlike in the carefree, joyful way you live your life, you're popular and outgoing with your large circle of friends. Chances are you're so full of light and energy that you sometimes find it hard to sit still and chill out. Instead, you're constantly looking for excitement, no matter how risky or impulsive the occasion. Happy-go-lucky and always laughing, you truly are as good as gold.

Gaman að þessu finnst mér! :)


08 janúar, 2007

Nýtt ár og ótrúlega mikið búið að gerast! 

Jæja pípúl! Fyrst vil ég nú bara óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka góðar stundir á því liðna.
Ótrúlega sein eitthvað í nýárskveðjunum, en svona er lífið stundum, maður er upptekinn einstaka sinnum.

Málið er að ég vann eins og þið flest vitið öll jólin fram á gamlársdag og þá kom Patrick í heimsókn. Hann var hér í viku, fór sunnudaginn síðastliðinn. Við brölluðum margt saman, eyddum gamlárskvöldi heima, borðuðum grillaðar nautalundir, horfðum á skaupið og flugeldana. Fórum í partý hjá Kristbjörgu og þaðan á Broadway þar sem Sálin tróð upp og leynigestir voru Magni og Dilana. Ótrúlega mikið fjör. Í vikunni fórum við líka og heimsóttum Gullfoss og Geysi, Skálholt og Þingvelli. Heimsóttum pabba í pönnsur, borðuðum á Lækjarbrekku og gistum á Nordica. Síðan sl föstudag var árshátíð Flugleiðahótelanna. Það var geggjað gaman, 3ja rétta kvöldverður og ball. Svo fórum við í bæinn og bara endalaust fjör!! Örn Árnason var kynnir, hann var hress að vanda. Það var líka happdrætti með 28 vinningum og ég vann mat fyrir 2 á Rossopomodoro. Einhver sjálfboðaliði að koma með mér út að borða? ;)

En annars var þetta bara afslappelsisvika líka, bíó tvisvar, sáum Flags of our Fathers og Mýrina með enskum texta. Ekki alveg að ná þýðingunni samt "Jar City"...
Horfðum líka á Engla Alheimsins og eitthvað meira. Skipti nokkrum jólagjöfum svo nú á ég fyrstu 4 seríurnar af Sex and the City. Jibbí!!! :)

Nú er ég hinsvegar byrjuð að vinna aftur eftir ágætis fríviku. Vinna vinna vinna. Ekkert að gera hérna svosem, áramótatörnin búin.

Ég bið að heilsa í bili... góðar stundir!!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan