15 janúar, 2007

Frí frí frííí!! 

Jibbí jeij! Nú er vinnutörnin að verða búin... 2 og hálfur tími eftir og þá er ég komin í langþráð vikufrí. Náði náttúrulega ekkert að slappa af meðan Patrick var hérna þannig að nú ætla ég að slappa af, sofa út, kíkja á kaffihús með hinum og þessum og eiga so gott djamm um helgina. Jii ég hlakka svo til! Þarf reyndar líka að taka niður jólaskrautið... kannski hef það bara fram að páskum ;)

Nýi bíllinn minn er æði, geggjað að eiga bíl. Ekki háð neinum ákveðnum strætótímum eða brjáluðu plani um að geta verið á mömmubíl. Ég verð nú samt að segja það að ég væri alveg til í að þessi snjór færi að fara... það er þreytandi að þurfa að skafa og keyra á 20 alls staðar.





Annars er það að frétta að ég er byrjuð í ræktinni núna, við Linda beib förum saman tvisvar í viku í Body Jam í Baðhúsinu og svo fer ég sjálf í aðra tíma þegar ég hef tíma. Me like! Koma sér í form áður en ég fer að bikiníast með Maríu í Barcelona!





Svo er ég svakalega mikið að hugsa hvað mig langar að læra í Háskólanum næsta haust. Skoða mismunandi brautir og fög. Soldið clueless ennþá en samt aðeins að síast úr hvað mig langar í, sem er gott, búin að vera alveg glórulaus ALLT of lengi! Svaka pælingar í gangi

Eeeeeeeníhú. Ég ætla að klára þessa 2 tíma og nokkrar mínútur sem ég á eftir í vinnunni og fara svo heim og gera... EKKI NEITT!! HAHAHA.

Heyriði... hrós vikunnar! Já þetta er nýr liður sem ég ætla að koma með á hverjum mánudegi frá og með núna.
Fyrsta hrósið fær hún Hrafnhildur Ósk Þórsdóttir... A.K.A. systir mín.
Hún er búin að vera mest duglegust síðustu daga og gengur svo ótrúlega vel að ég er að springa úr gleði. Æ lof jú sys!!! Haltu áfram að vera svona dugleg :D

Þar til næst, veriði góð við allt og alla.
Blerú!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan