22 janúar, 2007

Æðisleg vika að baki 

Vá hvað það er skemmtilegt að snúa sólarhringnum við... maður getur horft á sjónvarpið og hangið í tölvunni alveg ótrúlega lengi og það er bara allt í besta lagi með það og maður fær ekkert samviskubit!!
En já, það þýðir víst líka að ný vinnuvika sé að ganga í garð.
Frívikan mín er búin að vera bara alveg frábær. Kaffihúsaferð með Lindu, fór út að borða með Sigrúnu og Eyrúnu og við notuðum þá gjafabréfið mitt á Rossopomodoro. Fengum rosalega góðan mat að mínu mati, mjög sátt. Nú síðan var líka farið í tvo Body Jam tíma og kíkt í Kringluna og Smárann.
Föstudaginn eftir Jam-tímann borðuðum við Linda og gerðum okkur klárar. Síðan komu margir vinir hennar og við spiluðum Trivial og Pictionary/actionary langt fram á nótt. Ofsalega skemmtilegt. Á laugardeginum völtuðum við yfir Ástralska liðið í handbolta... Þá um kvöldið komu frændur Gulla í mat heima og eftir dýrindismat fór ég í þrítugsafmælisveisluna hennar Þóru. Þar var mesta stuð sem ég hef lent í í heimapartýi síðan ég man eftir mér bara. Svakalega mikið dansað, sungið og mikið gaman. Myndir munu koma, jájá easy tigers and chickens. Læt ykkur vita :D
Ég er allavega bara rosalega glöð yfir hvað frívikan mín var skemmtileg. Nema sú staðreynd að við töpuðum fyrir Úkraínu :(

En hey! Liverpool vann Chelsea!! Það má sko gleðjast yfir því!


Annars er kominn tími á hrós vikunnar og það fá auðvitað Strákarnir okkar! Þetta var alveg hreint stórfenglegt, tapa leiðinlega á móti Úkraínumönnum en koma svo nautsterkir inn og rústa Frökkunum. Roooosalega var gaman að fylgjast með þessu! Svo er bara að halda þessu áfram á móti Slóveníu, Túnis, Póllandi og Þýskalandi :)
Allir áttu hreinlega stórleik, enda er það samvinnan sem skilar árangri! ÁFRAM ÍSLAND!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan