Jæja pípúl! Fyrst vil ég nú bara óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka góðar stundir á því liðna.
Ótrúlega sein eitthvað í nýárskveðjunum, en svona er lífið stundum, maður er upptekinn einstaka sinnum.
Málið er að ég vann eins og þið flest vitið öll jólin fram á gamlársdag og þá kom Patrick í heimsókn. Hann var hér í viku, fór sunnudaginn síðastliðinn. Við brölluðum margt saman, eyddum gamlárskvöldi heima, borðuðum grillaðar nautalundir, horfðum á skaupið og flugeldana. Fórum í partý hjá Kristbjörgu og þaðan á Broadway þar sem Sálin tróð upp og leynigestir voru Magni og Dilana. Ótrúlega mikið fjör. Í vikunni fórum við líka og heimsóttum Gullfoss og Geysi, Skálholt og Þingvelli. Heimsóttum pabba í pönnsur, borðuðum á Lækjarbrekku og gistum á Nordica. Síðan sl föstudag var árshátíð Flugleiðahótelanna. Það var geggjað gaman, 3ja rétta kvöldverður og ball. Svo fórum við í bæinn og bara endalaust fjör!! Örn Árnason var kynnir, hann var hress að vanda. Það var líka happdrætti með 28 vinningum og ég vann mat fyrir 2 á Rossopomodoro. Einhver sjálfboðaliði að koma með mér út að borða? ;)
En annars var þetta bara afslappelsisvika líka, bíó tvisvar, sáum Flags of our Fathers og Mýrina með enskum texta. Ekki alveg að ná þýðingunni samt "Jar City"...
Horfðum líka á Engla Alheimsins og eitthvað meira. Skipti nokkrum jólagjöfum svo nú á ég fyrstu 4 seríurnar af Sex and the City. Jibbí!!! :)
Nú er ég hinsvegar byrjuð að vinna aftur eftir ágætis fríviku. Vinna vinna vinna. Ekkert að gera hérna svosem, áramótatörnin búin.
Ég bið að heilsa í bili... góðar stundir!!