08 janúar, 2007

Nýtt ár og ótrúlega mikið búið að gerast! 

Jæja pípúl! Fyrst vil ég nú bara óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka góðar stundir á því liðna.
Ótrúlega sein eitthvað í nýárskveðjunum, en svona er lífið stundum, maður er upptekinn einstaka sinnum.

Málið er að ég vann eins og þið flest vitið öll jólin fram á gamlársdag og þá kom Patrick í heimsókn. Hann var hér í viku, fór sunnudaginn síðastliðinn. Við brölluðum margt saman, eyddum gamlárskvöldi heima, borðuðum grillaðar nautalundir, horfðum á skaupið og flugeldana. Fórum í partý hjá Kristbjörgu og þaðan á Broadway þar sem Sálin tróð upp og leynigestir voru Magni og Dilana. Ótrúlega mikið fjör. Í vikunni fórum við líka og heimsóttum Gullfoss og Geysi, Skálholt og Þingvelli. Heimsóttum pabba í pönnsur, borðuðum á Lækjarbrekku og gistum á Nordica. Síðan sl föstudag var árshátíð Flugleiðahótelanna. Það var geggjað gaman, 3ja rétta kvöldverður og ball. Svo fórum við í bæinn og bara endalaust fjör!! Örn Árnason var kynnir, hann var hress að vanda. Það var líka happdrætti með 28 vinningum og ég vann mat fyrir 2 á Rossopomodoro. Einhver sjálfboðaliði að koma með mér út að borða? ;)

En annars var þetta bara afslappelsisvika líka, bíó tvisvar, sáum Flags of our Fathers og Mýrina með enskum texta. Ekki alveg að ná þýðingunni samt "Jar City"...
Horfðum líka á Engla Alheimsins og eitthvað meira. Skipti nokkrum jólagjöfum svo nú á ég fyrstu 4 seríurnar af Sex and the City. Jibbí!!! :)

Nú er ég hinsvegar byrjuð að vinna aftur eftir ágætis fríviku. Vinna vinna vinna. Ekkert að gera hérna svosem, áramótatörnin búin.

Ég bið að heilsa í bili... góðar stundir!!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan