26 febrúar, 2007

Vinna, Food & Fun, Bláa Lónið, allt að gerast 

Já krakkar mínir!
Langt síðan ég bloggaði, þetta gengur ekki. Það er bara búið að vera alveg kreisí að gera hjá mér, held bara að þið gerið ykkur ekki grein fyrir því.
Alveg milljón að gera í vinnunni, sérstaklega seinni hluta vikunnar útaf þessu Food & Fun sem er búið að vera í gangi. Það var mjög gaman, en mikið af fólki. 3000 manns boðið í partýið sem var hérna á laugardagskvöldið. Milljónarmæringarnir spiluðu fyrir dansi og Hreimur var með samsöng á barnum. Allt voða gaman. Ég fékk að eiga eina söngbók, fullt af skemmtilegum partýtextum þar, svona ef manni vantar hugmyndir í gítarpartýum.

Síðan erum við að fara í hópeflisferð, móttakan eins og hún leggur sig. Ætlum í Bláa Lónið á 5-6 klst langan fund, síðan í Lónið og svo endum við þetta á að borða góðan mat þarna uppfrá. Þess má geta að við Linda verðum algjörlega svefnlausar og því án efa hressastar á svæðinu :D

Síðan er María að skreppa aftur út til Barcelona og ef ég hef rænu ætla ég að hanga með henni og reyna að skutla henni uppá flugvöll svo hún þurfi ekki að taka flugrútuna alein og yfirgefin því það er örugglega hundleiðinlegt.

Á miðvikudaginn fer ég á Ladda sýninguna. Hlakka geggjað til, uppselt á allar sýningarnar og bara rosa vinsælt sjó. Verður örugglega geggjað stuð!!! :D

Næstu helgi er síðan allt að gerast... ótrúlegt að allt lendi svona á sama deginum. Það er Vestmannaeyjakynning í gangi í Smáralindinni allan laugardaginn, Árni Johnsen verður með brekkusöng og læti bara. Síðan fer ef ég kemst og kíki í 25 ára afmælisveisluna hans Dóra. Síðan ætla ég að reyna að komast á Players á áframhaldandi Eyjapeyjafjör. Vá nóg að gera bara :)

Reyni að taka myndir og svona skemmtilegt og henda því inn. Held ég skuldi líka myndir síðan einhverntíma fyrir löngu. Reyni að redda því svona þegar ég er búin að grafa upp tölvuna mína úr draslinu inni hjá mér.... já gott fólk. Ég ætla að taka til í vikunni. Heimsækja ömmu og afa og Björk frænku. Vaaaaaaaaaúúúúa bussí læf!
Látið í ykkur heyra, ég sakna ykkar!


13 febrúar, 2007

Vá Bloggleti! 

Ég er aaaalveg búin að vera mest upptekin í heimi og bara ekki náð að gefa mér tíma í að koma með fréttir af sjálfri mér. Afsaka það hér með.

Vinnan sl viku var ofsalega tíðindalítil og bara mest um veikindi hjá staffinu. Ég og Linda létum nú ekki kvef og hita halda okur frá vinnunni og vorum því duglegastar í heimi, snítandi okkur á 5 mínútna fresti. Gaman? Neeeeei.

En já. Við fórum í þessa frábæru snjósleðaferð fólkið í vinnunni. Vorum alveg 15. Það var rosalega skemmtilegt. Reyndar var svolítið um að fólk væri að meiða sig og svona en þá var gott að hafa Þóru. Hún er sjúkraþjálfari. Heyr heyr!
Við fórum nokkuð hátt uppá Snæfellsjökul með 4 sleða og gúmmíslöngu"dekk" og skemmtum okkur á þessu í þónokkra klukkutíma. Þegar þreytan fór að leggjast yfir liðið fórum við að tínast til baka og kokkarnir elduðu dýrindis lambalæri og fullt af meðlæti með því. Spiluðum actionary langt fram eftir nóttu og fórum í pottana.
Ótrúlega hresst lið sem fyllti Hyrnuna í Borgarnesi á bakaleiðinni.... HAHA Við vorum ógeðslega mygluð! En í alla staði frábær ferð, allir ótrúlega hressir og engin leiðindi.
Og já, Lovísa vann Kjartan í rakfroðuslag :) Áfram stelpur!

Núna er hinsvegar komin frívika hjá mér. Ég byrjaði í Bootcamp í gær og er með brjálæðislegar harðsperrur í dag. En það er bara frábært, hlakka til næsta tíma sem er á morgun.
Í dag fór ég í Hagkaup og verslaði í samræmi við matarprógrammið sem ég fékk. Vá hvað það er miklu dýrara að kaupa hollt heldur en óhollt. Hafiði pælt í því?

Æ ég hef frá voðlega litlu fleiru að segja annars.... Fór á Man of The Year í gær, hún er mjög skemmtileg. Robin Williams er náttúrulega algjör snillingur. Frábær leikari og ótrúlega fyndinn. Hann er svona eins og Laddi.
Talandi um Ladda, hann er að setja á svið nýja sýningu, Laddi 6-tugur...
OG ÉG ER AÐ FARA Á HANA!!! JIBBÍÍÍÍÍÍ!!!! :D :D :D :D


Heyri í ykkur síðar!!!
Bless í bili.


01 febrúar, 2007

Svekkelsi... 

Jæææææææææja... Þetta Heimsmeistaramót fór nú ekki alveg eins og maður vildi... hmmmm.
Ég er búin að pirra mig svo mikið yfir þessu, vera sár og leið og allt það að ég hef ekki þorað að blogga vegna ótta við að segja eitthvað sem ég ætti ekki að segja. Svo slæmt var það.
En ég er búin að róa mig núna, töpuðum gegn Rússum og nú er mér bara alveg sama.
Strákarnir mega nú samt eiga það að þeir stóðu sig með prýði og voru þjóðinni til mikils sóma. Alex, Snorri og Logi komu svo sannarlega á óvart og nú er bara að vona a þeir verði með fast sæti áfram í liðinu. Ég meina, 15 mörk frá Snorra gegn Danmörku. Kreisí!
Danaleikurinn var svo jafn að það hefði alveg mátt bara kasta uppá hver ynni. Rosalegt, og stressið... váááá!

Nú er bara að snúa sér að því að styðja Alan í X-Factor! Hann er algjör snillingur og á það algjörlega skilið að komast í úrslitin. Hann er yndislegur maður í alla staði og á frábæra konu sem klippir mig :)

Nú annars er það að frétta að ég er að fara uppí Sumarbústað á Snæfellsnesi um helgina. Þar verður skemmtilega vaktin af VOX ásamt Lindu og mér úr móttökunni. Það verður farið á snjósleða með gúmmíbát í eftirdragi uppá jökli, kokkarnir munu grilla dýrindis máltíð og svo verður bara partýýýýý! Vá ég hlakka til! Leggjum í hann eldsnemma á laugardagsmorguninn svo það er um að gera að gera sem minnst þangað til :)

Jæja... nóg í bili.
Hrós þessarar viku fær Rannveig vinkona. Hún er búin að vera svo dugleg við að taka sjálfstæða ákvörðun um ekki svo auðvelt mál... förum ekki nánar út í það, en Rannveig, þú veist hvað ég á við! Vertu bara þú sjálf, veist alveg að mér þykir vænt um þig hvað sem þú gerir. Vil bara að þú sért hamingjusöm :*


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan