Jæææææææææja... Þetta Heimsmeistaramót fór nú ekki alveg eins og maður vildi... hmmmm.
Ég er búin að pirra mig svo mikið yfir þessu, vera sár og leið og allt það að ég hef ekki þorað að blogga vegna ótta við að segja eitthvað sem ég ætti ekki að segja. Svo slæmt var það.
En ég er búin að róa mig núna, töpuðum gegn Rússum og nú er mér bara alveg sama.
Strákarnir mega nú samt eiga það að þeir stóðu sig með prýði og voru þjóðinni til mikils sóma. Alex, Snorri og Logi komu svo sannarlega á óvart og nú er bara að vona a þeir verði með fast sæti áfram í liðinu. Ég meina, 15 mörk frá Snorra gegn Danmörku. Kreisí!
Danaleikurinn var svo jafn að það hefði alveg mátt bara kasta uppá hver ynni. Rosalegt, og stressið... váááá!
Nú er bara að snúa sér að því að styðja Alan í X-Factor! Hann er algjör snillingur og á það algjörlega skilið að komast í úrslitin. Hann er yndislegur maður í alla staði og á frábæra konu sem klippir mig :)
Nú annars er það að frétta að ég er að fara uppí Sumarbústað á Snæfellsnesi um helgina. Þar verður skemmtilega vaktin af VOX ásamt Lindu og mér úr móttökunni. Það verður farið á snjósleða með gúmmíbát í eftirdragi uppá jökli, kokkarnir munu grilla dýrindis máltíð og svo verður bara partýýýýý! Vá ég hlakka til! Leggjum í hann eldsnemma á laugardagsmorguninn svo það er um að gera að gera sem minnst þangað til :)
Jæja... nóg í bili.
Hrós þessarar viku fær Rannveig vinkona. Hún er búin að vera svo dugleg við að taka sjálfstæða ákvörðun um ekki svo auðvelt mál... förum ekki nánar út í það, en Rannveig, þú veist hvað ég á við! Vertu bara þú sjálf, veist alveg að mér þykir vænt um þig hvað sem þú gerir. Vil bara að þú sért hamingjusöm :*