13 febrúar, 2007

Vá Bloggleti! 

Ég er aaaalveg búin að vera mest upptekin í heimi og bara ekki náð að gefa mér tíma í að koma með fréttir af sjálfri mér. Afsaka það hér með.

Vinnan sl viku var ofsalega tíðindalítil og bara mest um veikindi hjá staffinu. Ég og Linda létum nú ekki kvef og hita halda okur frá vinnunni og vorum því duglegastar í heimi, snítandi okkur á 5 mínútna fresti. Gaman? Neeeeei.

En já. Við fórum í þessa frábæru snjósleðaferð fólkið í vinnunni. Vorum alveg 15. Það var rosalega skemmtilegt. Reyndar var svolítið um að fólk væri að meiða sig og svona en þá var gott að hafa Þóru. Hún er sjúkraþjálfari. Heyr heyr!
Við fórum nokkuð hátt uppá Snæfellsjökul með 4 sleða og gúmmíslöngu"dekk" og skemmtum okkur á þessu í þónokkra klukkutíma. Þegar þreytan fór að leggjast yfir liðið fórum við að tínast til baka og kokkarnir elduðu dýrindis lambalæri og fullt af meðlæti með því. Spiluðum actionary langt fram eftir nóttu og fórum í pottana.
Ótrúlega hresst lið sem fyllti Hyrnuna í Borgarnesi á bakaleiðinni.... HAHA Við vorum ógeðslega mygluð! En í alla staði frábær ferð, allir ótrúlega hressir og engin leiðindi.
Og já, Lovísa vann Kjartan í rakfroðuslag :) Áfram stelpur!

Núna er hinsvegar komin frívika hjá mér. Ég byrjaði í Bootcamp í gær og er með brjálæðislegar harðsperrur í dag. En það er bara frábært, hlakka til næsta tíma sem er á morgun.
Í dag fór ég í Hagkaup og verslaði í samræmi við matarprógrammið sem ég fékk. Vá hvað það er miklu dýrara að kaupa hollt heldur en óhollt. Hafiði pælt í því?

Æ ég hef frá voðlega litlu fleiru að segja annars.... Fór á Man of The Year í gær, hún er mjög skemmtileg. Robin Williams er náttúrulega algjör snillingur. Frábær leikari og ótrúlega fyndinn. Hann er svona eins og Laddi.
Talandi um Ladda, hann er að setja á svið nýja sýningu, Laddi 6-tugur...
OG ÉG ER AÐ FARA Á HANA!!! JIBBÍÍÍÍÍÍ!!!! :D :D :D :D


Heyri í ykkur síðar!!!
Bless í bili.


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan