28 mars, 2007

Komið vor? 

Já maður spyr sig. Það skiptast á skin og haglél... Ekki hresst!
Fór á lifandi bókasafn í gær í Stúdentakjallaranum. Las lesblinda bók sem var strákur sem heitir Máni. Margt fróðlegt sem kom uppúr honum. Síðan hafði ég ekki tíma til að lesa fleiri bækur enda las ég Mána í svona 50 mínútur eða eitthvað.

Annars er ég bara hress. Margt að gerast. Var í jarðarför í dag og svo er ferming á sunnudaginn.
Er heilbrigt að börn fái 700 þúsund og fartölvu í fermingargjöf?? Nei mér finnst það ekki en ég veit um stelpu sem fékk það. Hvað á grey barnið að gera við allan þennan pening? Rétt að vona að foreldrarnir hafi vit á að setja peninginn á bók sem er lokuð lengi lengi lengi.

Í kvöld fer ég að horfa á Ísland-Spán með Arnóri. ÁFRAM ÍSLAND segi ég nú bara.
Síðan var Villi frændi valinn í landsliðshópinn í handbolta til að taka þátt í eikkverju móti úti í París. Best of luck með það Villi minn.

Jæja, ég ætla að halda áfram að installa forritum og svona dóti á tölvuna mína sem er eins og ný, ekkert inná henni.

TaTa!!


24 mars, 2007

Sköll! 


It's official!

Ég hata, hata, hata tölvur þegar þær eru með vesen.

Fékk tölvuna mína til baka í dag úr viðgerð. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með þá krassaði tölvan mín alveg út í bláinn með tilheyrandi látum og rugli og það þurfti að beita skyndihjálp. Niðurstaða rannsókna var sú að harði diskurinn er ónýtur, ekki hægt að bjarga neinu á honum, einfaldlega bara skipta um harða disk. Sem þýðir: Engar nýjar myndir á netið því þær eru bara læstar inni á harðadiski sem enginn getur bjargað nema eikkverjir gæjar í Bretlandi og það myndi kosta marga tugi þúsunda.

Ég get svo svarið að það komu 4 tár þegar mér var tilkynnt þetta í dag. Ömurlegt í alla staði og ég er ennþá pirruð.

Vil bara minna alla sem vettlingi geta valdið á það að skrifa gögnin sín á disk og helst setja þau á flakkara líka. Dobbúlseifa þetta alltsaman. Ég hef alveg gert það, en ekki búin að gera það síðan í ágúst þannig að já.... Tölvan mín bara komin á byrjunarreit og ég þarf að fara að installa öllu uppá nýtt og hlaða inn tónlist og öllu því rugli... Hlakka ekki til get ég sagt ykkur.


Mikil sorg skal ég segja ykkur.


Annars er ekkert að frétta nema það að ég er loksins hætt að vera lasin, smá hósti af og til en hvað er það á milli vina?

Nýja prógrammið í BodyJam er algjör snilld og ég byrja aftur í Bootcamp á mánudaginn.

Fór með bílinn minn í smurningu í fyrsta skipti í síðustu viku. Það var ansi skemmtileg upplifun, aldrei gert svoleiðis áður. Skipti líka um rúðuþurrkur og allar græjur og næst á dagskrá er að þrífa hann að utan sem innan. Brjálað stuð.

Síðan er ég að fara í fermingarveislu hjá Elínu Margréti 1.apríl. Alveg óskiljanlegt hvað þessi litlu frændsystkini mín eldast miklu hraðar en ég!!


Annars er alveg allt of langt síðan ég gaf hrós vikunnar.

Hrós vikunnar að þessu sinni fær hún María Björg vinkona. Hún er búin að vera duglegri en allt og ég tek bara ofan af fyrir henni hversu dugleg og sterk hún er búin að vera. Veit hún á eftir að vera það áfram en bara... já. Þú veist ég elska þig María mín :*


Þetta er orðið gott í bili. Ég er þreytt og í vinnunni, best að fara að koma sér að verki.

Takk og bless! :)


18 mars, 2007

Veikindi, vinna og meiri veikindi 

Já góðir hálsar. Það er satt sem þeir segja um veikindi. Þau eru hundleiðinleg, ömurleg og rosalega pirrandi. Ég er búin að vera meira eða minna kvefuð síðan í byrjun vetrar, inn á milli er ég rosalega lasin eða rosalega hress, en yfirleitt er það eitthvað sem er að bögga mig. Búin að fara þrisvar til læknis og fá hin ýmsu lyf og aldrei virkar neitt. Ég er að verða brjáluð á þessu bara svo þið vitið það.

En um önnur málefni.... Tölvan tók upp á því að deyja á mig og er í viðgerð. Það er því hin löglega afsökun mín fyrir bloggleti og MSN leysi. Ég er sjaldan í heimilistölvunni svo þið verðið bara að afsaka mig. Ég fæ tölvuna mína aftur eftir helgi, annaðhvort í heilu lagi með öllu gamla dótinu inná harða diskinum.... EÐA í heilu lagi og EKKERT inná harða disknum. Allir að krossa putta með mér að þeir nái að lækna hana án þess að allt eyðist út.... *krossaputta*

Ég fékk loksins út úr áhugasviðsprófinu mínu í Háskólanum sem ég tók í október. Þar ber helst að nefna að þau störf sem ég skoraði hæst í voru; röntgentæknir, augnlæknir, tannlæknir, heyrnarsérfræðingur, talmeinafræðingur, atvinnuíþróttakona, leikkona, sjúkraþjálfari og fleira. Flest allt undirgreinar læknisfræðinnar. Spurning hvort maður taki húmorinn á þetta og prófi inntökuprófið. Ekki raunhæft að komast inn samt, máladeildin var ekki með mikla efnafræði og stærðfræði. En ég get prófað að taka þetta einu sinni og svo bara aftur á næsta ári og lært eitthvað annað í millitíðinni. Jájá kemur allt í ljós :)

Nú, síðan er vinnan er aðeins búin að breytast. Brjánn var fluttur yfir á mínar vaktir svo ég er ekki lengur með henni Lindu minni á vakt, sem er mjög, mjög sorglegt.

En já... klukkan er 8:45 á sunnudagsmorgni, sólarhringurinn minn snerist of fljótt við sökum þess að ég var sofandi í allan gærdag vegna almenns heilsuleysis, hósta og leiðinda. Þannig að ég ætla að skella mér í Baðhúsið eins og algjörum morgunhana sæmir og fara í Body Pump.
Later gator!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan