
It's official!
Ég hata, hata, hata tölvur þegar þær eru með vesen.
Fékk tölvuna mína til baka í dag úr viðgerð. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með þá krassaði tölvan mín alveg út í bláinn með tilheyrandi látum og rugli og það þurfti að beita skyndihjálp. Niðurstaða rannsókna var sú að harði diskurinn er ónýtur, ekki hægt að bjarga neinu á honum, einfaldlega bara skipta um harða disk. Sem þýðir: Engar nýjar myndir á netið því þær eru bara læstar inni á harðadiski sem enginn getur bjargað nema eikkverjir gæjar í Bretlandi og það myndi kosta marga tugi þúsunda.
Ég get svo svarið að það komu 4 tár þegar mér var tilkynnt þetta í dag. Ömurlegt í alla staði og ég er ennþá pirruð.
Vil bara minna alla sem vettlingi geta valdið á það að skrifa gögnin sín á disk og helst setja þau á flakkara líka. Dobbúlseifa þetta alltsaman. Ég hef alveg gert það, en ekki búin að gera það síðan í ágúst þannig að já.... Tölvan mín bara komin á byrjunarreit og ég þarf að fara að installa öllu uppá nýtt og hlaða inn tónlist og öllu því rugli... Hlakka ekki til get ég sagt ykkur.
Mikil sorg skal ég segja ykkur.
Annars er ekkert að frétta nema það að ég er loksins hætt að vera lasin, smá hósti af og til en hvað er það á milli vina?
Nýja prógrammið í BodyJam er algjör snilld og ég byrja aftur í Bootcamp á mánudaginn.
Fór með bílinn minn í smurningu í fyrsta skipti í síðustu viku. Það var ansi skemmtileg upplifun, aldrei gert svoleiðis áður. Skipti líka um rúðuþurrkur og allar græjur og næst á dagskrá er að þrífa hann að utan sem innan. Brjálað stuð.
Síðan er ég að fara í fermingarveislu hjá Elínu Margréti 1.apríl. Alveg óskiljanlegt hvað þessi litlu frændsystkini mín eldast miklu hraðar en ég!!
Annars er alveg allt of langt síðan ég gaf hrós vikunnar.
Hrós vikunnar að þessu sinni fær hún María Björg vinkona. Hún er búin að vera duglegri en allt og ég tek bara ofan af fyrir henni hversu dugleg og sterk hún er búin að vera. Veit hún á eftir að vera það áfram en bara... já. Þú veist ég elska þig María mín :*
Þetta er orðið gott í bili. Ég er þreytt og í vinnunni, best að fara að koma sér að verki.
Takk og bless! :)