18 mars, 2007

Veikindi, vinna og meiri veikindi 

Já góðir hálsar. Það er satt sem þeir segja um veikindi. Þau eru hundleiðinleg, ömurleg og rosalega pirrandi. Ég er búin að vera meira eða minna kvefuð síðan í byrjun vetrar, inn á milli er ég rosalega lasin eða rosalega hress, en yfirleitt er það eitthvað sem er að bögga mig. Búin að fara þrisvar til læknis og fá hin ýmsu lyf og aldrei virkar neitt. Ég er að verða brjáluð á þessu bara svo þið vitið það.

En um önnur málefni.... Tölvan tók upp á því að deyja á mig og er í viðgerð. Það er því hin löglega afsökun mín fyrir bloggleti og MSN leysi. Ég er sjaldan í heimilistölvunni svo þið verðið bara að afsaka mig. Ég fæ tölvuna mína aftur eftir helgi, annaðhvort í heilu lagi með öllu gamla dótinu inná harða diskinum.... EÐA í heilu lagi og EKKERT inná harða disknum. Allir að krossa putta með mér að þeir nái að lækna hana án þess að allt eyðist út.... *krossaputta*

Ég fékk loksins út úr áhugasviðsprófinu mínu í Háskólanum sem ég tók í október. Þar ber helst að nefna að þau störf sem ég skoraði hæst í voru; röntgentæknir, augnlæknir, tannlæknir, heyrnarsérfræðingur, talmeinafræðingur, atvinnuíþróttakona, leikkona, sjúkraþjálfari og fleira. Flest allt undirgreinar læknisfræðinnar. Spurning hvort maður taki húmorinn á þetta og prófi inntökuprófið. Ekki raunhæft að komast inn samt, máladeildin var ekki með mikla efnafræði og stærðfræði. En ég get prófað að taka þetta einu sinni og svo bara aftur á næsta ári og lært eitthvað annað í millitíðinni. Jájá kemur allt í ljós :)

Nú, síðan er vinnan er aðeins búin að breytast. Brjánn var fluttur yfir á mínar vaktir svo ég er ekki lengur með henni Lindu minni á vakt, sem er mjög, mjög sorglegt.

En já... klukkan er 8:45 á sunnudagsmorgni, sólarhringurinn minn snerist of fljótt við sökum þess að ég var sofandi í allan gærdag vegna almenns heilsuleysis, hósta og leiðinda. Þannig að ég ætla að skella mér í Baðhúsið eins og algjörum morgunhana sæmir og fara í Body Pump.
Later gator!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan