Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég að fara til borg englanna, Los Angeles, í ágúst næstkomandi.
Ég er búin að vera að skoða hótel og staði til að fara á og svona, plana þetta í huganum.
Í tilefni þessa er ég líka búin að vera að fylgjast mikið með þáttum sem gerast í Kaliforníu.
Þar ber hæst að nefna Beverly Hills, 90210 sem flestir ef ekki allir horfðu á í gamla daga. Skjár einn bænheyrði mig síðan fyrir einhverjum mánuðum síðan og byrjaði að endursýna alla þættina.
og horfi mikið á þetta enda sýnt á morgnana akkúrat þegar ég kem heim úr vinnunni.
En ég hef líka mikið pælt í því hvað hefur orðið um alla krakkana sem léku í þessu. Ákvað því að grugga ofan í þetta allt saman og hér er það sem ég fann, áhugavert eða ekki.
Byrjum á Jason Priestly. Hann er fæddur 28. ágúst 1969 í North Vancouver í Canada.

Hann lék hinn yfirþyrmandi vinsæla Brandon Walsh frá 1990-1998
Jason hefur mikinn áhuga á kappakstri og hefur tekið þátt í rallímótum nokkrum sinnum. Árið 2002 slasaðist hann illa þegar hann klessti á vegg á tæplega 290 km hraða. Hann var hinsvegar fljótur að jafna sig fyrir tilstillan kærustu hans, Naomi Lowde sem hann giftist síðan í Maímánuði árið 2005 . Síðastliðinn febrúar tilkynntu hjónakornin að þau eiga von á sínu fyrsta barni seinna á árinu.
Eftir BH hefur Jason leikið í nokkrum sjónvarpsþáttum og ber þá helst að nefna þættina Tru Calling og Love Monkey. Einnig hefur hann leikið í bíómyndum en engin þeirra er neitt fræg svo við skulum hætta að pæla í því.
Næst er það Shannen Doherty, fædd 12. apríl 1971 í Memphis Tennessee.

Hún lék Brendu Walsh, tvíburasystur Brandons frá 1990-1994
Flestir hafa séð hana sem Prue í nornaþáttunum Charmed. En þess ber að nefna að hún var látin hætta í báðum þessum þáttum vegna þess hve hún var einstaklega frek og erfið að vinna með.
Eftir þetta hefur henni gengið illa að fóta sig í Hollywood en byrjaði með sinn eigin þátt sem heitir því frumlega nafni 'Breaking up with Shannen Doherty'.
Einkalífið hefur líka verið stormasamt. Hún giftist Ashley Hamilton sem er sonur George Hamilton. Hjónabandið entist bara í 6 mánuði. Síðar giftist hún Rick Salomon (sem er frægastur fyrir að hafa gert dónóvídjó með Paris Hilton). Þau ógilduðu hjónabandið stuttu síðar.
Shannen er með Crohns sjúkdóminn, vinkona Sarah Michelle Gellar, ofnæmi fyrir ull og súkkulaði og deitaði einu sinni Jason Priestley.
Næst ber að nefna Jennie Garth, fædd 3.apríl 1972 í Urbana, Illinois.

Jennie lék hina ótrúlega endalaust saklausu Kelly Taylor.
Jennie er yngst 7 systkina, 3 al og 3 stjúp.
Hún giftist tónlistarmannainum Daniel B. Clark árið 1994 en þau skildu árið 1996.
Árið 2001 giftist hún leikaranum Peter Facinelli. Þau kynntust árið 1995 þegar þau léku saman í kvikmyndinni 'An Unfinished Affair'. Saman eiga þau þrjár dætur; Luca Bella, Lola Ray og Fiona Eve.
Jennie er mikill mígrenissjúklingur og hefur þjáðst af því alla sína ævi.
Eftir BH hefur hún komið víða við í sjónvarpi og vinsælust var hún í 'What I like about You'.
Jennie og Tiffani-Amber Thiessen sem lék Valerie eru bestustu vinkonur enn þann dag í dag.
Við höfum ekki svona upptalningu án þess að minnast á Luke Perry.

Hann heitir fullu nafni Coy Luther Perry III, fæddur 11. október 1966 í Mansfield, Ohio.
Hann lék strákinn sem gat ekki ákveðið hvort hann var góður eða vondur Dylan Michael McKay.
Luke sótti um í hlutverk Steve Sanders en fékk það ekki. En hann lék í þáttunum frá 1990-1995 og síðan aftur frá 1998-2000.
Eftir BH lánaði hann röddina sína í þátt af Family Guy, og sem hálfbróður Crusty The Clown í Simpsons. Kom aðeins við í Spin City. Árið 2006 lék hann samkynhneigðan fuglaskoðara í þáttunum um Will & Grace.
Ian Ziering, fæddur 30. mars 1964 í Newark New Jersey.
Lék misskildu krúsíndúlluna Steve Sanders.
Ian á 2 bræður sem eru báðir meira en 10 árum eldri en hann. Haft var efti pabba hans að "Ian væri bestu mistökin sem hann hafði gert".
Hann lék í myndinni Domino með Brian Austin Green þar sem þeir léku sjálfa sig og stóðu sig með prýði.
Núna er Ian í sjónvarpsþáttunum Dancing with the Stars og gengur alveg bara ágætlega.
Ian hefur unnið nokkur lítil verðlaun fyrir low profile verk sem hann hefur verið að dunda sér við en hann hefur líka leikið í þáttunum JAG, What I like about you, Melrose Place og Guiding Light.
Hann var giftur Nikki Schieler-Ziering en þau skildu árið 2002.
Gabrielle Carteris fædd 2. janúar 1962 í Scottsdale, Arizona.

Lék proffann hana Andreu Zuckerman frá 1990-1995.
Gabrielle var 29 ára þegar hún byrjaði í þáttunum og var því elst í leikarahópnum af þeim sem áttu að vera í High School. Hún hætti í Beverly Hills til þess að byrja með sinn eigin spjallþátt en hann entist bara í eitt ár. Æjæj.
Hún er gift Charles Isaac og á með honum tvær dætur.
Ofsalega lítð borið á henni í kvikmynda og sjónvarpsheiminum síðan þá. Lánaði röddina sína í Minority Report og lék í litlum sjónvarpsmyndum.
Brian Austin Green, fæddur 15. júlí 1973 í Van Nuys, Los Angeles, California.

Lék gaurinn sem varð milljónamæringur, David Silver frá 1990-2000.
Var trúlofaður Vanessu Marcel og eignaðist með henni soninn Kassius Lijah árið 2002.
1996 reyndi Brian fyrir sér sem rappari og gaf út albúm sem heitir 'One Stop Carnival'. Platan fékk hinsvegar hræðilega dóma og var meðal annars sagt að Brian væri "The poor man's Vanilla Ice".
Brian er nú trúlofaður leikkonunni
Megan Fox úr sjónvarpsþáttunum Hope & Faith. Megan er fædd 1986.
Tori Spelling fædd 16. maí 1973 í Los Angeles, California.

Hún lék stelpuna sem gerði aldrei neitt rangt, Donna Martin.
Tori heitir fullu nafni Victoria Davey Tori Spelling og er dóttir Aaron Spelling sem framleiddi Beverly Hills þættina. Hún átti aldrei að fá að vera í þáttunum því pabbi hennar leyfði það ekki en hún skráði sig í áheyrnarprufurnar án þess að pabbi gamli vissi af því og fékk að vera með. Hann samdi þá við fólkið sem skrifuðu þættina að hún yrði aldrei látin gera neitt slæmt, aldrei sýnt of mikið hold og hún yrði alltaf saklausa stelpan. Þetta gekk þannig fyrstu árin sem þættirnir rúlluðu en undir lokin tók Tori sig til og ignoraði orð gamla kallsins.
Tori reyndi fyrir sér í kvikmynda og sjónvarpsheiminum með litlum árangri svo hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem framleiðir fatnað fyrir hunda. Á þessu ári keypti hún líka lítið Bed & Breakfast í Fallbrook Kaliforníu. Það heitir Tori & Dean Inn.
Eftir að faðir hennar dó árið 2006átti Tori að erfa þriðjung af 500 milljón dollara veldi föður síns en móðir hennar sem var stjórnandi fyrirtækisins blandaði sér í málið sem varð til þess að Tori erfði einungis 800 þúsund dollara. Bróðir hennar fékk sömu upphæð og mamman fékk restina. (Skemmtileg mamma þar á ferð).
Tori var gift Charlie Shanian í 14 mánuði. Í desember 2005 trúlofaðist hún leikaranum Dean McDermot. Þau giftu sig á Fiji-eyjum 6. maí 2006 og þau voru berfætt.
Tori og Dean eignuðust þeirra fyrsta barn, Liam Aaron McDermott, þriðjudaginn 13. mars 2007.
Restin af Beverly Hills leikurunum gerðu ekkert til að verða fræg annað en að vera bara "The cast of Beverly Hills 90210" og því nenni ég ekki að telja þau upp öll sömul.
Ein leikkona hefur hinsvegar náð mestri frægð og frama sem var í BH. Það er engin önnur en þokkadísin Hilary Swank.
Hilary Swank er fædd 30. júlí 1974 í Lincoln, Nebraska.

Í september 1997 var henni boðið hlutverk í Beverly Hills. Hún lék einstæðu móðurina Carly Reynolds, kærustu Steve Sanders og var lofað tveggja ára samningi. Persónan hennar var hins vegar útskrifuð eftir 16 þætti. Hún var skiljanlega mjög sár og sagði meðal annars að ef hún væri ekki nógu góð fyrir 90210 væri hún ekki nógu góð fyrir neitt. Seinna kom í ljós að brottrekstur hennar úr BH var það besta sem gat komið fyrir hana. Fékk hlutverk í myndinni 'Boys don't cry' og grennti sig svo mikið fyrir hlutverkið að hún var einungis með 7% að líkamsfitu eftir á líkamanum. Fyrir leik sinn fékk hún Golden Globe verðlaunin og Óskarinn fyrir besta leikkona í aðalhlutverki. Seinna fékk hún sín önnur Óskarsverðlaun fyrir besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni 'Million Dollar Baby'.
Hilary skrifaði undir þriggja ára samning við Guerlain vegna nýju ilmvatnslínunnar sem kemur út seinna á þessu ári.
Í febrúar á þessu ári fékk hún síðan sína eigin stjörnu á Hollywood Walk of Fame.
Hilary kvæntist leikaranum
Chad Lowe 28. september 1997. Þau kynntust árið 1992. Mikið mál var gert úr því að hún gleymdi að þakka manninum sínum í þakkarræðu sem hún hélt árið 2000 þegar hún fékk fyrri Óskarinn sinn. Þegar hún vann seinni Óskarinn far Chad sá fyrsti sem hún þakkaði í ræðunni. En í janúar 2006 tilkynntu hjónakornin að þau væru skilin. Hilary vildi fara í hjónabandsráðgjöf en skildu að borði og sæng í maí. Í desember þetta sama ár 2006 staðfesti Hilary að hún væri að deita John Campisi, agentinn hennar.
Árið 2005 var Hilary Swank sektuð um tæpar 15000 krónur fyrir að tilkynna ekki að hún hefði eitt epli og eina appelsínu í handtösku sinni þegar hún fór í gegnum tollinn á flugvelli á Nýja Sjálandi.

Nú ætla ég að segja þessari fyrirgrennslan minni um Beverly Hills leikarana lokið.
Vonandi fannst ykkur eitthvað gaman að lesa um þetta :)