19 apríl, 2007

Gleðilegt sumar! 

Kæru landar, nístings kuldi, rok og glampandi sól. Greinileg árstíðaskipti áttu sér stað í nótt.

GLEÐILEGT SUMAR :)

Ég skal svo setja alvöru sumarmynd hérna þegar sumarið kemur í alvöru, núna er bara sumar á dagatalinu....

Annars bara samúðarkveðjur til Landans vegna stórbrunans sem átti sér stað í gær. Þessara húsa verður sárt saknar. Mikil mildi að ekki urðu slys á fólki. Þó öðru hafi verið farið þegar vatnsrörið sprakk. Ég er viss um að bölvun hvíldi á Reykjavík í gær.

Nýjustu fréttir eru samt þær að ég og María erum búnar að panta og borga hótelherbergið okkar úti í LA. Öll ferðin plönuð og nú er bara að bíða til 1.ágúst!!!!! 73 dagar, and counting!!
Kem með ítarlegt blogg um ferðaplanið von bráðar, stay tuned því þetta er mega spennandi plan. Förum í fjögur fylki sko :D

Þangað til, lofjú oll rílí næs!
Þóranna



.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan