Það eru nú margir millar í heiminum í dag. Það er alveg á hreinu. En allt getur nú færst út í öfgar. Nú eru millarnir komnir í einhverja samkeppni um að hafa sem flottasta skemmtikraftinn í afmælinu sínu...
Það muna flestir eftir því að fyrr á þessu ári hélt Óli í Samskip upp á afmælið sitt og Elton John kom og söng fyrir hann. Kaupþing hefur fengið Duran Duran og Tom Jones til að troða upp fyrir afmælisbörn og núna síðast hélt Björgólfur Thor upp á sitt afmæli, sem var by the way 5 daga óvissuferð fyrir um eitthundrað vini hans og kunningja. Meðal skemmtikrafta í veislunni á Jamaica var enginn annar en rapparinn 50 Cent! Ég segi "meðal skemmtikrafta" því þarna voru fleiri á ferð en það hefur ekki verið staðfest ennþá hverjir það voru sem afmæluðu Björgólfinn okkar. Þetta er náttúrulega brjálæði að hafa efni á þessu.

Ég hlakka til að heyra hverjum Eiður Smári býður í sitt afmæli...