Jæja... frívikan mín næstum hálfnuð. Gott að vera í fríi! Á mánudaginn fór ég á salsakvöld SalsaIceland sem haldið var á Glaumbar. Þar mættum við Linda og lærðum grunnsporin og svo var dansað og dansað. Mjög skemmtilegt kvöld sem endaði með sleepover. Svaka fjör. Við Linda nutum síðan sólarinnar á þriðjudagsmorgninum og keyptum okkur ís og svona. Very nice. Ég fór síðn í neglur og kíkti niðrá Nordica og keypti shake handa stelpunum. Leiðinlegt að vinna inni í góðu veðri. Síðan fór ég á Spiderman 3 í gærkvöldi. Hún var bara alveg ágæt sko. Jájá, mér brá tvisvar alveg hreint svakalega, lá við hjartaáfalli í bæði skiptin!!!

Nú annars er það að frétta að Barþjónakeppni Íslands var haldin á sunnudaginn og Gummi, sá sem sigraði keppnina í fyrra hlaut Verðlaunin fyrir Fagleg vinnubrögð og hann Rabbi sigraði og hlaut Íslandsmeistaratitilinn. Brjálað fjör enda er hann ennþá þjónanemi og það gerist ekki oft að nemar vinni BCI keppnina....
Óska Gumma og Rabba innilega til hamingju með þetta!
Nú síðan er næsta mál á dagskrá... Eurovision... Ég er fræg fyrir að vera Eurovision nörd og ætla ekkert að skafa af því, þvert á móti. Ég er búin að liggja yfir lögunum núna í 3-4 vikur. Spá í þessu öllu saman. Eurovision fyrir mér er næstum skemmtilegra en jólin. :D
Ég ætla að spá hérna fyrir um löndin tíu sem munu að mínu mati komast upp úr undanúrslitunum annað kvöld.
Talin upp í þeirri röð sem þjóðirnar stíga á sviðið:
1. Kýpur: Comme ci Comme ca - Evridiki
2. Hvíta Rússland: Work your magic - Dmitry Koldun
3. Ísland Valentine Lost - Eiríkur Hauksson (já ég held okkur takist það!)
4. Danmörk: Drama Queen - DQ
5. Pólland: Time to party - The Jet Set
6. Serbía: Moltiva - Marija Serifovic
7. Makedónía: Mojot svet - Karolina Gocheava
8. Noregur: Ven a bailar conmigo - Guri Schanke
9. Malta: Vertigo - Olivia Lewis
10. Tyrkland: Shake it up Shekerim - Kenan Dogulu
En svo er ég með tvö lög í viðbót sem gætu líka komist áfram og þá líklegast í staðinn fyrir Noreg og Pólland en það eru;
11. Slóvenía: Cvet Z Juga - Alenka Gotar
12. Georgía: Visionary dream - Sopho
Nú er það bara að bíða og sjá og krossa putta fyrir hann Eika okkar :D
Gleðilega Eurovision hátíð!