14 maí, 2007

Eurovision, Alþingiskosningar og Háskóli Íslands 

Úfff... þvílík vika sem var að líða. Alveg hreint stórmögnuð!!
Byrjaði eins og áður sagði á salsa á mánudagskvöldið sem var mjög skemmtilegt! Síðan leið vikan mjög hressilega, ég verslaði mér skó og fleira og hitti helling af skemmtilegu fólki.
Á fimmtudeginum var síðan undankeppni Eurovision þar sem við Íslendingar vorum nálægt því að sjá Eika í úrslitunum. Sá bleiki varð þrettándi í stigaröðinni og voru það efstu tíu sem komust áfram... Stigin okkar komu frá 10 löndum sem líkaði ágætlega við Eikann okkar, við hlutum 1 stig frá Georgíu, 3 frá Hvíta-Rússlandi, 5 frá Litháen, 6 frá Eistlandi og Lettlandi, 10 frá Ungverjalandi og Danmörku og 12 stig frá frændum okkar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Talandi um að Austurtjaldslöndin séu að kjósa sín á milli... Hehe!

Nú á föstudeginum hittist frívaktin á Prikinu klukkan 9 og fengum okkur morgunmat. Sáum síðan hina frægu Risessu vakna í Hljómskálagarðinum og fylgdum henni alla leið inn Pósthússtrætið. Alveg hreint magnað show hjá franska götulistahópnum. Þá ákváðum við að láta þetta gott heita og skelltum okkur á Café Paris og sleiktum sólina framyfir hádegi. Skelltum okkur í bókabúð þar sem keyptar voru bækur og litabók og síðan var það hádegisatur á Hressó. Lituðum í litabók og nutum blíðunnar. Eftir það var farið heim til Lindu í pallapartý, haldið áfram að sitja í sólinni og lita í bókina góðu. Um klukkan 17:30 fór ég síðan niður í Laugar Spa og fékk dýrindis nudd. Náði síðan í Lindu og við fórum saman í Grillpartý í Hamraborginni, síðan aðeins á Kaffi Vín og síðan í partý hjá honum Geira. Þegar það var orðið þreytt fórum við á Hressó þar sem ég hitti Eyrúnu og Melkorku og svaka fjör.

Á laugardeginum var aðalkeppni Eurovision, horfði bara á hana heima, kaus Serbíu sem vann. Brjálað stuð. Og að sjálfsögðu gáfum við Svíþjóð 10 stig og Finnlandi 12.... en ekki hvað?
Rosalega flott lag, sérstakt show en mjög öðruvísi og enginn að herma eftir neinu, ég fíla þannig og þarna var líka aðaláherslan lögð á lagið og sönginn sem var alveg upp á tíu. Serbía vel að sigrinum komin.

Eftir það fór ég með Sissu og Lovísu á Kosningavöku Samfylkingarinnar á Grand Hótel og fylgdumst við spennt með þumlinum fara ýmist upp eða niður.... Ósk okkar um fall Ríkisstjórnarinnar rættist ekki upp svo við fórum í bæinn en það var lítill stemmari fyrir dansi, allir frekar tapsárir svo ég fór bara heim og horfði aðeins meira á Kosningasjónvarpið til svona kl 6. Síðan svaf ég bara allan sunnudaginn og kíkti svo til Maríu eftir mat.


Nú er hafin ný vinnuvika og ég er búin að vaka í alla nótt til að geta sofið í allan dag... Vinna kl 20.

Nú annars eru mikil tíðindi...... Já!!!! Stelpan er búin að skrá sig í Háskólann.... tími til kominn! Búið að sitja á hakanum í tvö ár. Ég skráði mig í Sálfræði.
Næst er það bara að skila inn Prófskírteininu og bíða og sjá.
Spennandi spennandi!! Það er svo gaman þegar það er bjart nææææstum allan sólarhringinn, sól og heitt þó mælirinn segi bara 8° og allir svo glaðir!

Nú er loksins að koma sumar!! :)


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan