17 maí, 2007

Vinnuvika 

Já börnin góð! Nóg að gera í vinnunni skal ég segja ykkur. Það er alveg eins og það sé föstudagur alla vikuna. Nóg af fólki. En það er bara stuð, er það ekki? Jújú!

Nú styttist í Danmerkur og Svíþjóðarferðina mína, jibbí! Hitta hana Rannveigu mína sem ég er ekki búin að sjá ALLT of lengi eða síðan rétt aðeins um jólin... Ekki kúl! Við ætlum að skemmta okkur saman, bongóblíða alltaf í Svíþjóð svo við munum geta skellt okkur á ströndina og svona. Get ekki beðið sko!!

Ég er rosalega ánægð með að vera búin að skrá mig í Háskólann. Frétti að Sigga hefði skráð sig líka sem er algjör snilld og vonandi verðum við báðar í Sálfræðinni í haust. :)

Ég er frekar leið yfir að hafa verið að vinna í gærkvöldi því ég frétti að Josh Groban tónleikarnir hafi verið tærasta snilld, allir með gæsahúð og fallið í stafi. Hann kemur vonandi aftur og þá get ég kannski skellt mér :)

Annars er uppstigningardagur í dag, margir í fríi... ekki ég samt, en það kemur engum á óvart :P

Þetta lag hérna er síðan nýjasta æðið í dag. Ég verð að segja að mér finnst þetta snilld! Kannski svolítið mikill breskur húmor í þessu sem er auðvitað bara gaman! :)



Þetta eru semsagt Dan Le Sac VS Scroobius Pip og lagið þeirra "Thou Shalt always Kill".

Jæja... gott í bili. Kem með eitthvað meira bitastætt blogg seinna meir! :)
Bæjó í bili rassamússar! :)


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan