Heil og sæl!
Þá er ég komin heim í Kópavoginn. Lenti um miðnætti á sunnudagskvöld. Kom mér á óvart að það var ekkert ískalt. Loftið var ótrúlega hreint og göturnar svo hreinar. Yndislegt alveg.
Jæja....áframhald af ferðasögunni segjið þið. Ég var semsagt eins og ég sagði ykkur í síðustu færslu í Danmörku frá 5.-8. júní. Þá tók ég Öresunds lestina eða Ö-tåg til Lund og þar fann Rannveig mig. Ég var hjá henni fram á miðvikudag. Við kíktum í búðir, hittum eitthvað af vinum hennar, héldum smá svalapartý, fórum á Pirates 3, fórum á Etagé skemmtistaðinn í Malmö, fórum á æðislega hvíta strönd í Höllviken og grilluðum heima hjá Kalle, kærastanum hennar Rannveigu.
Eftir steikjandi hita sem fór upp í 32° og brunahættu um allt landið stökk ég upp í SAS vél frá Köben og til Heathrow London. Lenti þar um hádegisbil og var komin til Harrow um 2 leytið. Hitti marga gamla vini síðan ég bjó þar, kíkti í búðir, fór á tónleika og reyndi að hlaða batteríin fyrir helgina. Svaf nú samt ekkert massíft mikið en eitthvað samt. Síðan á föstudeginum fór ég um hádegi að ná í Maríu. Fórum í svaka sightseeing labbiferð um London. Sáum fyrst Buckingham Palace og hallargarðinn þar sem allt var morandi í íkornum..

Löbbuðum síðan að Big Ben og yfir í London Eye þar sem við tókum eina ferð. Fórum svo aftur yfir brúna og framhja Downing Street og á Trafalgar Square þar sem Camp Bellamy tónleikar voru í gangi. Krakkar að mæma Muse lög. Fórum þaðan upp á Leicester Square og gæddum okkur á dýrindis Fillet nautasteikum á Angus Steakhouse. Síðan var það Piccadilly Circus, Oxford Circus, Soho og enduðum kvöldið, blöðróttar og búnar í fótunum á Walkabout. Þar dönsuðum við og hristum okkur eins og Íslendingum einum sæmir. Á laugardeginum vöknuðum við um hádegið, fórum á Oxford Street og versluðum þar til lokaði kl 20. Þá skiluðum við pokunum af okkur og fórum svo á Zoo bar. Hittum mikið að skrítnu og skemmtilegu fólki og dönsuðum helling. Gaman gaman.
Á leiðinni heim hittum við 2 rappara/beatboxara sem röppuðu freestyle fyrir okkur í svona klukkutíma. Tókum það uppá vídjó sem þið getið nálgast seinna á Myspace. Ég mun gefa ykkur linkinn þegar að því kemur.
Sváfum síðan vært frá svona 8:30 til hádegis þar sem við þurftum að byrja daginn snemma, pakka og skoða svo Notting Hill. Fórum á Portobello Road markaðinn. María keypti sér gullnælu frá 1940's sem var mega töff! Síðan borðuðum við ótrúlega góða eldbakaða pizzu og svo ætluðum við í bíó en klukkan var orðin of margt svo við borðuðum bara ís á Ben & Jerry's. NAMMNAMM!!!
Síðan var ferðinni haldið uppá flugvöll þar sem mikið mál var að komast að hvaða terminal við værum í, því á sumum stöðum stóð #1 og öðrum stöðum stóð #2 en á endanum fundum við deskið hjá samstarfsfélögum okkar og vorum guðslifandi fegnar. 25 mínútur tók að komast gegnum security leitina. Það var líklega leiðinlegasti parturinn af ferðinni, flestir í röðinni voru þreyttir og pirraðir eins og við María sem setti stórt strik í reikninginn.
Nú við lentum síðan um miðnættið og ég var komin heim í pönnukökur rúmlega 1. :)
Á meðan ég var í burtu gaf einhver fugl alvarlega skít í bílinn minn, ekki gaman!! Ég þarf víst að þrífa það á morgun, í dag setti ég í 4 þvottavélar.... og mig langar geðveikt að fara í bíó....
Jæja. Myndir koma um leið og ég get. Stay tuned! :)
Þóranna Hrönn