18 júní, 2007

Hiti, sól, skrítið fólk og íkornar. 

Heil og sæl!
Þá er ég komin heim í Kópavoginn. Lenti um miðnætti á sunnudagskvöld. Kom mér á óvart að það var ekkert ískalt. Loftið var ótrúlega hreint og göturnar svo hreinar. Yndislegt alveg.

Jæja....áframhald af ferðasögunni segjið þið. Ég var semsagt eins og ég sagði ykkur í síðustu færslu í Danmörku frá 5.-8. júní. Þá tók ég Öresunds lestina eða Ö-tåg til Lund og þar fann Rannveig mig. Ég var hjá henni fram á miðvikudag. Við kíktum í búðir, hittum eitthvað af vinum hennar, héldum smá svalapartý, fórum á Pirates 3, fórum á Etagé skemmtistaðinn í Malmö, fórum á æðislega hvíta strönd í Höllviken og grilluðum heima hjá Kalle, kærastanum hennar Rannveigu.

Eftir steikjandi hita sem fór upp í 32° og brunahættu um allt landið stökk ég upp í SAS vél frá Köben og til Heathrow London. Lenti þar um hádegisbil og var komin til Harrow um 2 leytið. Hitti marga gamla vini síðan ég bjó þar, kíkti í búðir, fór á tónleika og reyndi að hlaða batteríin fyrir helgina. Svaf nú samt ekkert massíft mikið en eitthvað samt. Síðan á föstudeginum fór ég um hádegi að ná í Maríu. Fórum í svaka sightseeing labbiferð um London. Sáum fyrst Buckingham Palace og hallargarðinn þar sem allt var morandi í íkornum..
Löbbuðum síðan að Big Ben og yfir í London Eye þar sem við tókum eina ferð. Fórum svo aftur yfir brúna og framhja Downing Street og á Trafalgar Square þar sem Camp Bellamy tónleikar voru í gangi. Krakkar að mæma Muse lög. Fórum þaðan upp á Leicester Square og gæddum okkur á dýrindis Fillet nautasteikum á Angus Steakhouse. Síðan var það Piccadilly Circus, Oxford Circus, Soho og enduðum kvöldið, blöðróttar og búnar í fótunum á Walkabout. Þar dönsuðum við og hristum okkur eins og Íslendingum einum sæmir. Á laugardeginum vöknuðum við um hádegið, fórum á Oxford Street og versluðum þar til lokaði kl 20. Þá skiluðum við pokunum af okkur og fórum svo á Zoo bar. Hittum mikið að skrítnu og skemmtilegu fólki og dönsuðum helling. Gaman gaman.
Á leiðinni heim hittum við 2 rappara/beatboxara sem röppuðu freestyle fyrir okkur í svona klukkutíma. Tókum það uppá vídjó sem þið getið nálgast seinna á Myspace. Ég mun gefa ykkur linkinn þegar að því kemur.
Sváfum síðan vært frá svona 8:30 til hádegis þar sem við þurftum að byrja daginn snemma, pakka og skoða svo Notting Hill. Fórum á Portobello Road markaðinn. María keypti sér gullnælu frá 1940's sem var mega töff! Síðan borðuðum við ótrúlega góða eldbakaða pizzu og svo ætluðum við í bíó en klukkan var orðin of margt svo við borðuðum bara ís á Ben & Jerry's. NAMMNAMM!!!
Síðan var ferðinni haldið uppá flugvöll þar sem mikið mál var að komast að hvaða terminal við værum í, því á sumum stöðum stóð #1 og öðrum stöðum stóð #2 en á endanum fundum við deskið hjá samstarfsfélögum okkar og vorum guðslifandi fegnar. 25 mínútur tók að komast gegnum security leitina. Það var líklega leiðinlegasti parturinn af ferðinni, flestir í röðinni voru þreyttir og pirraðir eins og við María sem setti stórt strik í reikninginn.
Nú við lentum síðan um miðnættið og ég var komin heim í pönnukökur rúmlega 1. :)

Á meðan ég var í burtu gaf einhver fugl alvarlega skít í bílinn minn, ekki gaman!! Ég þarf víst að þrífa það á morgun, í dag setti ég í 4 þvottavélar.... og mig langar geðveikt að fara í bíó....
Jæja. Myndir koma um leið og ég get. Stay tuned! :)

Þóranna Hrönn


09 júní, 2007

Hej hej! 

Kaupmannahöfn var algjör snilld! Verslaði mér 3 kjóla og bol, labbaði samtals í meira en sólarhring. Skoðaði höllina oog verðina, Litlu hafmeyjuna, 3 flotta garða og svaka stuð bara. Í gær tók ég lesina til Lund og er núna hjá henni Rannveigu minni :D
Það er actually hlýrra hér en í Köben!! Í dag á að fara upp í 29° hiti og veðurfréttirnar vara við brunahættu bara útaf sólinni. Allir að passa grasið og svona. Við ætlum bara að vera rólegar í dag, ekki mikkið hægt að gera í öllum þessum hita, kíkjum örugglega bara í verslunarmiðstöðina og í kvöld ætlum við að grilla með Katyu vinkonu Rannveigar.
Síðan er plan næstu daga að kíkja á ströndina og svona. Heavy stuð!
Síðan verður för minni haldið til elsku London og þar mun María hitta mig. SNILLD!!
Jæja, tími fyrir morgunmat :)

Elsku mamma, til hamingju með afmælið!!! Stóóóórt knúúúús!!! :D :D :D

Bæjó í bili!


05 júní, 2007

Bæjjjj 

...Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég er FARIN í fríið!!!!!


Áfangastaðir:


Danmörk


Svíþjóð


Bretlandseyjar

Hafið það ýkt gott og ég vona að það rigni ekki á ykkur allan tímann.
Sé ykkur öll eftir svona 2 vikur!!!
xx
Þóranna Hrönn


02 júní, 2007

Carrot Top! 

Ég var að horfa á CNN í morgun meðan ég borðaði bláberjaskyr með banana. CNN Sunrise er morgunþátturinn þeirra og þar tala þau um þau mál sem eru hvað mest umtöluð nú eða skrítnust. Ein fréttin hitti mig þó beint í hjartastað og ég veit ekki hvað er að gerast með heiminn.

Hjón í Newcastle-upon-Tyne eiga níu börn og búa fjögur þeirra enn í foreldrahúsum og eru þau á aldrinum 10-13 ára. Þetta er svosem ekkert merkilegt fólk. Bara fólk í einu af nágrannalöndum okkar. Nema hvað að á síðust þremur árum hafa þau þurft að flytja þrisvar vegna eineltis sem börnin lenda í. Þeim er strítt hvert sem þau fara, lamin og sparkað í þau, hent yfir girðingar og trjárunna, rúður í húsinu þeirra hafa verið brotnar, "graffiti" krotað á veggina þeirra. Innkaupapokar hrifsaðir af þeim á leið heim úr búðinni sem er í tveggja mínútna göngufæri frá húsinu þeirra.
Nú hugsiði með ykkur... af hverju eru þau svona óheppin?
Jú... svarið er svo kjánalegt en satt: ÞAU ERU RAUÐHÆRÐ!

Bæjarstjórinn hafði orð á því að foreldrarnir ættu kannski að prófa að lita bara hárið á börnunum og sjá hvort það myndi laga ástandið... common! Foreldrarnir búnir að ala börnin sín upp þannig að þau trúðu á sjálf sig og svona... Æ heimska fólk!

Já... heimurinn versnandi fer.


01 júní, 2007

Allt að gerast! 

Heil og sæl!
Vá hvað það er mikið búið að vera í gangi hjá mér upp á síðkastið.
Þriðjudaginn í síðustu fríviku skellti ég mér í smá roadtrip með henni Bryndísi minni. Keyrðum alla leið upp í Gufudal á Vestfjörðum. Fórum í sund á Laugum og gistum í Búðardal. Ótrúlega massa skemmtileg ferð. Fengum okkur geggjað góðan mat, gistum á Bjargi og bara ofsalega kósý. Bjöggi hljómaði í tækinu alla ferðina og við vorum bara eiginlega að taka á móti sumrinu.

Síðan var bara stuð alla vikuna, grillpartý hjá Lindu sem endaði með brjáluðum vatnsleka þar sem allir lögðust á eitt og björguðu málinu. Fór líka í sund með Lindu í steikjandi sól og 10 stiga kulda hahaha! Var með kósýkvöld heima á laugardagskvöldið. Sunnudaginn fór ég síðan á Deep Purple tónleikana með Þóru og Maríu. Massa stuð. Kíktum líka aðeins í partý hjá Kristbjörgu. Það var líka fínt.

Nú næst á dagskrá er það sumarfrí #1. Fer til Danmerkur og Svíþjóðar og síðan vonandi í framhaldinu til London yfir helgi. Verð að segja að ég sakna borgarinnar alveg svakalega stundum. En það lagast vonandi þegar ég mæti galvösk og hress í einn cup of tea and a biscuit!

Ég hendi inn myndum úr Road trippinu og tónleikunum við fyrsta tækifæri. Nóg að gera í vinnunni þessa dagana svo ég efa að ég nái því fyrr en mánudag/þriðjudag.

Læt ykkur vita! Verðum í bandi! :)

Þóranna


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan