Heil og sæl!
Vá hvað það er mikið búið að vera í gangi hjá mér upp á síðkastið.
Þriðjudaginn í síðustu fríviku skellti ég mér í smá roadtrip með henni Bryndísi minni. Keyrðum alla leið upp í Gufudal á Vestfjörðum. Fórum í sund á Laugum og gistum í Búðardal. Ótrúlega massa skemmtileg ferð. Fengum okkur geggjað góðan mat, gistum á Bjargi og bara ofsalega kósý. Bjöggi hljómaði í tækinu alla ferðina og við vorum bara eiginlega að taka á móti sumrinu.
Síðan var bara stuð alla vikuna, grillpartý hjá Lindu sem endaði með brjáluðum vatnsleka þar sem allir lögðust á eitt og björguðu málinu. Fór líka í sund með Lindu í steikjandi sól og 10 stiga kulda hahaha! Var með kósýkvöld heima á laugardagskvöldið. Sunnudaginn fór ég síðan á Deep Purple tónleikana með Þóru og Maríu. Massa stuð. Kíktum líka aðeins í partý hjá Kristbjörgu. Það var líka fínt.
Nú næst á dagskrá er það sumarfrí #1. Fer til Danmerkur og Svíþjóðar og síðan vonandi í framhaldinu til London yfir helgi. Verð að segja að ég sakna borgarinnar alveg svakalega stundum. En það lagast vonandi þegar ég mæti galvösk og hress í einn cup of tea and a biscuit!
Ég hendi inn myndum úr Road trippinu og tónleikunum við fyrsta tækifæri. Nóg að gera í vinnunni þessa dagana svo ég efa að ég nái því fyrr en mánudag/þriðjudag.
Læt ykkur vita! Verðum í bandi! :)
Þóranna