01 júní, 2007

Allt að gerast! 

Heil og sæl!
Vá hvað það er mikið búið að vera í gangi hjá mér upp á síðkastið.
Þriðjudaginn í síðustu fríviku skellti ég mér í smá roadtrip með henni Bryndísi minni. Keyrðum alla leið upp í Gufudal á Vestfjörðum. Fórum í sund á Laugum og gistum í Búðardal. Ótrúlega massa skemmtileg ferð. Fengum okkur geggjað góðan mat, gistum á Bjargi og bara ofsalega kósý. Bjöggi hljómaði í tækinu alla ferðina og við vorum bara eiginlega að taka á móti sumrinu.

Síðan var bara stuð alla vikuna, grillpartý hjá Lindu sem endaði með brjáluðum vatnsleka þar sem allir lögðust á eitt og björguðu málinu. Fór líka í sund með Lindu í steikjandi sól og 10 stiga kulda hahaha! Var með kósýkvöld heima á laugardagskvöldið. Sunnudaginn fór ég síðan á Deep Purple tónleikana með Þóru og Maríu. Massa stuð. Kíktum líka aðeins í partý hjá Kristbjörgu. Það var líka fínt.

Nú næst á dagskrá er það sumarfrí #1. Fer til Danmerkur og Svíþjóðar og síðan vonandi í framhaldinu til London yfir helgi. Verð að segja að ég sakna borgarinnar alveg svakalega stundum. En það lagast vonandi þegar ég mæti galvösk og hress í einn cup of tea and a biscuit!

Ég hendi inn myndum úr Road trippinu og tónleikunum við fyrsta tækifæri. Nóg að gera í vinnunni þessa dagana svo ég efa að ég nái því fyrr en mánudag/þriðjudag.

Læt ykkur vita! Verðum í bandi! :)

Þóranna


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan