Ég var að horfa á CNN í morgun meðan ég borðaði bláberjaskyr með banana. CNN Sunrise er morgunþátturinn þeirra og þar tala þau um þau mál sem eru hvað mest umtöluð nú eða skrítnust. Ein fréttin hitti mig þó beint í hjartastað og ég veit ekki hvað er að gerast með heiminn.
Hjón í Newcastle-upon-Tyne eiga níu börn og búa fjögur þeirra enn í foreldrahúsum og eru þau á aldrinum 10-13 ára. Þetta er svosem ekkert merkilegt fólk. Bara fólk í einu af nágrannalöndum okkar. Nema hvað að á síðust þremur árum hafa þau þurft að flytja þrisvar vegna eineltis sem börnin lenda í. Þeim er strítt hvert sem þau fara, lamin og sparkað í þau, hent yfir girðingar og trjárunna, rúður í húsinu þeirra hafa verið brotnar, "graffiti" krotað á veggina þeirra. Innkaupapokar hrifsaðir af þeim á leið heim úr búðinni sem er í tveggja mínútna göngufæri frá húsinu þeirra.
Nú hugsiði með ykkur... af hverju eru þau svona óheppin?
Jú... svarið er svo kjánalegt en satt: ÞAU ERU RAUÐHÆRÐ!
Bæjarstjórinn hafði orð á því að foreldrarnir ættu kannski að prófa að lita bara hárið á börnunum og sjá hvort það myndi laga ástandið... common! Foreldrarnir búnir að ala börnin sín upp þannig að þau trúðu á sjálf sig og svona... Æ heimska fólk!
Já... heimurinn versnandi fer.