09 júní, 2007

Hej hej! 

Kaupmannahöfn var algjör snilld! Verslaði mér 3 kjóla og bol, labbaði samtals í meira en sólarhring. Skoðaði höllina oog verðina, Litlu hafmeyjuna, 3 flotta garða og svaka stuð bara. Í gær tók ég lesina til Lund og er núna hjá henni Rannveigu minni :D
Það er actually hlýrra hér en í Köben!! Í dag á að fara upp í 29° hiti og veðurfréttirnar vara við brunahættu bara útaf sólinni. Allir að passa grasið og svona. Við ætlum bara að vera rólegar í dag, ekki mikkið hægt að gera í öllum þessum hita, kíkjum örugglega bara í verslunarmiðstöðina og í kvöld ætlum við að grilla með Katyu vinkonu Rannveigar.
Síðan er plan næstu daga að kíkja á ströndina og svona. Heavy stuð!
Síðan verður för minni haldið til elsku London og þar mun María hitta mig. SNILLD!!
Jæja, tími fyrir morgunmat :)

Elsku mamma, til hamingju með afmælið!!! Stóóóórt knúúúús!!! :D :D :D

Bæjó í bili!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan