18 júní, 2007

Hiti, sól, skrítið fólk og íkornar. 

Heil og sæl!
Þá er ég komin heim í Kópavoginn. Lenti um miðnætti á sunnudagskvöld. Kom mér á óvart að það var ekkert ískalt. Loftið var ótrúlega hreint og göturnar svo hreinar. Yndislegt alveg.

Jæja....áframhald af ferðasögunni segjið þið. Ég var semsagt eins og ég sagði ykkur í síðustu færslu í Danmörku frá 5.-8. júní. Þá tók ég Öresunds lestina eða Ö-tåg til Lund og þar fann Rannveig mig. Ég var hjá henni fram á miðvikudag. Við kíktum í búðir, hittum eitthvað af vinum hennar, héldum smá svalapartý, fórum á Pirates 3, fórum á Etagé skemmtistaðinn í Malmö, fórum á æðislega hvíta strönd í Höllviken og grilluðum heima hjá Kalle, kærastanum hennar Rannveigu.

Eftir steikjandi hita sem fór upp í 32° og brunahættu um allt landið stökk ég upp í SAS vél frá Köben og til Heathrow London. Lenti þar um hádegisbil og var komin til Harrow um 2 leytið. Hitti marga gamla vini síðan ég bjó þar, kíkti í búðir, fór á tónleika og reyndi að hlaða batteríin fyrir helgina. Svaf nú samt ekkert massíft mikið en eitthvað samt. Síðan á föstudeginum fór ég um hádegi að ná í Maríu. Fórum í svaka sightseeing labbiferð um London. Sáum fyrst Buckingham Palace og hallargarðinn þar sem allt var morandi í íkornum..
Löbbuðum síðan að Big Ben og yfir í London Eye þar sem við tókum eina ferð. Fórum svo aftur yfir brúna og framhja Downing Street og á Trafalgar Square þar sem Camp Bellamy tónleikar voru í gangi. Krakkar að mæma Muse lög. Fórum þaðan upp á Leicester Square og gæddum okkur á dýrindis Fillet nautasteikum á Angus Steakhouse. Síðan var það Piccadilly Circus, Oxford Circus, Soho og enduðum kvöldið, blöðróttar og búnar í fótunum á Walkabout. Þar dönsuðum við og hristum okkur eins og Íslendingum einum sæmir. Á laugardeginum vöknuðum við um hádegið, fórum á Oxford Street og versluðum þar til lokaði kl 20. Þá skiluðum við pokunum af okkur og fórum svo á Zoo bar. Hittum mikið að skrítnu og skemmtilegu fólki og dönsuðum helling. Gaman gaman.
Á leiðinni heim hittum við 2 rappara/beatboxara sem röppuðu freestyle fyrir okkur í svona klukkutíma. Tókum það uppá vídjó sem þið getið nálgast seinna á Myspace. Ég mun gefa ykkur linkinn þegar að því kemur.
Sváfum síðan vært frá svona 8:30 til hádegis þar sem við þurftum að byrja daginn snemma, pakka og skoða svo Notting Hill. Fórum á Portobello Road markaðinn. María keypti sér gullnælu frá 1940's sem var mega töff! Síðan borðuðum við ótrúlega góða eldbakaða pizzu og svo ætluðum við í bíó en klukkan var orðin of margt svo við borðuðum bara ís á Ben & Jerry's. NAMMNAMM!!!
Síðan var ferðinni haldið uppá flugvöll þar sem mikið mál var að komast að hvaða terminal við værum í, því á sumum stöðum stóð #1 og öðrum stöðum stóð #2 en á endanum fundum við deskið hjá samstarfsfélögum okkar og vorum guðslifandi fegnar. 25 mínútur tók að komast gegnum security leitina. Það var líklega leiðinlegasti parturinn af ferðinni, flestir í röðinni voru þreyttir og pirraðir eins og við María sem setti stórt strik í reikninginn.
Nú við lentum síðan um miðnættið og ég var komin heim í pönnukökur rúmlega 1. :)

Á meðan ég var í burtu gaf einhver fugl alvarlega skít í bílinn minn, ekki gaman!! Ég þarf víst að þrífa það á morgun, í dag setti ég í 4 þvottavélar.... og mig langar geðveikt að fara í bíó....
Jæja. Myndir koma um leið og ég get. Stay tuned! :)

Þóranna Hrönn


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan