24 júlí, 2007

8 dagar... 

Ég get ekki hætt að hugsa um hvað það er stutt í að ég fer með Maríu til Bandaríkjanna. Er að tryllast úr spenningi :)

Eins og flestum er kunnugt um þá átti ég afmæli fyrir viku. Maður er jú að standa í íbúðakaupum svo ég fékk nytsamlega hluti í búið.... Blandara frá mömmu og Gulla, hnífaparasett frá ömmu og afa, 1000 kubba púsluspil og bók frá Eyrúnu til að mér leiðist ekki ein í nýju íbúðinni ;) og svo fékk ég pening og gjaldeyri frá vinum og familíu. Ótrúlega gaman, bauð öllum í köku og kaffi heima.

Síðan vann ég 2 aukavaktir í frívikunni, fínt að fá aukapening. Svo var helgin hress. Laugardagskvöldið hitti ég megnið af vinum mínum á Hressó, þar var fjör og gaman. Takk allir fyrir að láta sjá ykkur :D Þið eruð öll æði :*

Nú er það bara vinnan.... þegar þessi vika er búin þá er ég bara eiginlega farin!!! Pæliði í því, vá! :)
Við María förum í neglur og dekur á mánudeginum, á þriðjudeginum verður pakkað og farið út á miðvikudeginum... Haba haba tjúrrílei.


Bið að heilsa ykkur í bili...
Spennta stelpan :)


13 júlí, 2007

Get ekki beðið!! 

Vá ég hlakka svo tiiiiiiiil!!!
Það eru 19 dagar í Bandaríkjaferðina mína og Maríu. Vá ég get ekki hætt að hugsa um það!!
Við erum búnar að panta hótelið í Las Vegas. Verðum þar sunnudagsnótt á GEÐSJÚKU hóteli alveg downtown á 'The Strip' sem er aðalgatan í Vegas.... Ok lesiði nú vandlega....

Hótelið heitir Stratosphere. 109 hæða risabygging. Þar eru hvorki meira né minna 3 rússíbanar, 50 verslanir, 7 veitingastaðir og svo líka McDonalds og Starbucks. Þar er líka 80.000 square foot Casino, 3 skemmtistaðir, 15.000 square foot sundlaug og "oversized jacuzzi".

Hótelið státar líka af þriðja hæsta útsýnisturni Bandaríkjanna og bókuðum við stöllur Premium Tower Room sem er í þeim turni. Hljómar eins vel og hægt er er það ekki?? Þið hljótið að velta því fyrir ykkur núna hvernig við höfum efni á þessu.... en málið er að nóttin kostar okkur samtals undir 5.000 kall íslenskar!!! Viljiði pæææælaaaaa!!! Geðsýki! :D
Me like!

Nú er líka að styttast í afmælið mitt. Gaman gaman! kellingin að verða 22ja :D
Háöldruð alveg hreint :P

Jæja, ég er að vinna... Meira seinna :)
Knús og kram!


06 júlí, 2007

Veðurblíða 

Ég kláraði vinnuvikuna á mánudaginn. Sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég fór út í garð og ætlaði aðeins að sóla mig... Gekk ekki betur en það að ég sofnaði í 3 klukkutíma og fékk sólsting. Afar hressandi!!
Annars er vikan bara búin að vera æðisleg. Búin að fara í sund tvisvar og kíkti á Die Hard 4.0. Brúsi kallinn alltaf sami töffarinn!!
Svo er ég búin að skoða tvær íbúðir. Mjög gaman :D
Í gær var okkur í vinnunni boðið í útsýnisflug yfir Þingvelli. Geggjað gaman í boði Fjarðarflugs. Nýlegt fyrirtæki sem gerir allt fyrir kúnnann. Mæli eindregið með þeim.

Myndirnar frá ferðinni minni í júní eru loksins komnar á netið... Smellið á Myndaalbúm 5 og þið finnið þær undir "Sumarfrí júní 2007" :)

Góða helgi!!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan