24 júlí, 2007

8 dagar... 

Ég get ekki hætt að hugsa um hvað það er stutt í að ég fer með Maríu til Bandaríkjanna. Er að tryllast úr spenningi :)

Eins og flestum er kunnugt um þá átti ég afmæli fyrir viku. Maður er jú að standa í íbúðakaupum svo ég fékk nytsamlega hluti í búið.... Blandara frá mömmu og Gulla, hnífaparasett frá ömmu og afa, 1000 kubba púsluspil og bók frá Eyrúnu til að mér leiðist ekki ein í nýju íbúðinni ;) og svo fékk ég pening og gjaldeyri frá vinum og familíu. Ótrúlega gaman, bauð öllum í köku og kaffi heima.

Síðan vann ég 2 aukavaktir í frívikunni, fínt að fá aukapening. Svo var helgin hress. Laugardagskvöldið hitti ég megnið af vinum mínum á Hressó, þar var fjör og gaman. Takk allir fyrir að láta sjá ykkur :D Þið eruð öll æði :*

Nú er það bara vinnan.... þegar þessi vika er búin þá er ég bara eiginlega farin!!! Pæliði í því, vá! :)
Við María förum í neglur og dekur á mánudeginum, á þriðjudeginum verður pakkað og farið út á miðvikudeginum... Haba haba tjúrrílei.


Bið að heilsa ykkur í bili...
Spennta stelpan :)


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan