06 júlí, 2007

Veðurblíða 

Ég kláraði vinnuvikuna á mánudaginn. Sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég fór út í garð og ætlaði aðeins að sóla mig... Gekk ekki betur en það að ég sofnaði í 3 klukkutíma og fékk sólsting. Afar hressandi!!
Annars er vikan bara búin að vera æðisleg. Búin að fara í sund tvisvar og kíkti á Die Hard 4.0. Brúsi kallinn alltaf sami töffarinn!!
Svo er ég búin að skoða tvær íbúðir. Mjög gaman :D
Í gær var okkur í vinnunni boðið í útsýnisflug yfir Þingvelli. Geggjað gaman í boði Fjarðarflugs. Nýlegt fyrirtæki sem gerir allt fyrir kúnnann. Mæli eindregið með þeim.

Myndirnar frá ferðinni minni í júní eru loksins komnar á netið... Smellið á Myndaalbúm 5 og þið finnið þær undir "Sumarfrí júní 2007" :)

Góða helgi!!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan