Ég kláraði vinnuvikuna á mánudaginn. Sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég fór út í garð og ætlaði aðeins að sóla mig... Gekk ekki betur en það að ég sofnaði í 3 klukkutíma og fékk sólsting. Afar hressandi!!
Annars er vikan bara búin að vera æðisleg. Búin að fara í sund tvisvar og kíkti á Die Hard 4.0. Brúsi kallinn alltaf sami töffarinn!!
Svo er ég búin að skoða tvær íbúðir. Mjög gaman :D
Í gær var okkur í vinnunni boðið í útsýnisflug yfir Þingvelli. Geggjað gaman í boði Fjarðarflugs. Nýlegt fyrirtæki sem gerir allt fyrir kúnnann. Mæli eindregið með þeim.
Myndirnar frá ferðinni minni í júní eru loksins komnar á netið... Smellið á Myndaalbúm 5 og þið finnið þær undir "Sumarfrí júní 2007" :)
Góða helgi!!