23 september, 2007

News... 

Jæja... tími til að láta vita af sér kannski...
Ég er með alveg ótrúlega mikið nýtt sem er að gerast. Ég er náttúrulega flutt :D Ótrúlega gaman, allir hjálpuðu mér að mála, skipta um fataskáp, laga gluggasyllurnar, skipta um tengla og ljósrofa og flytja allt draslið og húsgögnin. Þetta er allt farið að líta mjög heimilislega út, alveg geggjað. Nú verða allir að fara að heimsækja mig! :)
Ég er ekki komin með netið ennþá, verið að tengja þetta allt en þetta kemur vonandi í þessari viku.

Nú annars er bara skólinn byrjaður á milljón. Próf nk. föstudag og ritgerðaskil 3. október.
Nýnemadjammið heppnaðist svakalega vel. Reyndar mjög leiðó að Gunni pabbi hennar Maríu lenti í bílslysi það kvöld fyrir austan og kom í bæinn með sjúkraþyrlu. Hann er sem betur fer allur að braggast og knús á þig María mín fyrir að vera duglegust og sterkust í heimageimi!!

Búin að kynnast alveg ótrúlega mikið af nýju fólki. Hæst ber þar að nefna Elfu, Guðný, Ólöfu, Auði, Jóhönnu nú og auðvitað Sverri. Skemmtilegur hópur af sniðugu fólki!

Fyrsta vísindaferðin var líka alveg frábær, fórum í Atlantsolíu þar sem við kynntumst starfsemi þeirra og fengum spes dælulykla með 3ja krónu afslátt á hvern lítra. (Í stað einnar krónu afsláttar á venjulegum dælulyklum). Ég fékk að snúa lukkuhjólinu fyrst allra og viti menn, stelpan datt í lukkupottinn og vann sér inn 15 lítra af bensíni!! Ekki amalegt það.

Nú á ég bara eina vakt eftir á næturvöktum... eða já, eina plús þessa 4 tíma sem eftir eru af þessari vakt þegar þetta er skrifað. Svo er það bara læra læra læra og klára að taka upp úr kössunum. Innflutningspartý nk laugardag. Ef þú ert ekki búin/nn að fá boðskort þá er það ekki viljandi, þér er örugglega boðið, hringdu bara í mig ef þú vilt nánari díteils.

Annars er bara allt ótrúlega gott að frétta, lífið voðalega gott við mig þessar vikurnar. Er að fara að skrifa undir afsalið á íbúðinni í vikunni og þá er þetta bara allt komið :)

Meira síðar og von á skemmtilegum myndum!!


.:: Þóranna H. Þórsdóttir
.:: '85 módel
.:: Sálfræðinemi við HÍ
.:: Búsett í Reykjavík
.:: Vinnur á Nordica
.:: Stúdent frá MR
.:: Heldur með Liverpool
Hvernig er sumarið þitt búið að vera?
Æðislegt!! Yndislegt!!
Mjög gott!
Bara nokkuð ágætt
Æji.... er bara búin að vera að vinna.
Ömurlegt!!
  
eXTReMe Tracker

Powered by Blogger

Commenting by HaloScan