Jæja, þá er þetta komið... hér er ferðasagan og mínar myndir eru
hér.
Myndirnar henar Maríu eru miklu fleiri, og þar eru allar myndirnar frá Vegas og ég mun bæta þeim við um leið og ég fæ kortið hennar lánað :D Læt ykkur vita.
Anywho...
Ferðin hófst á eftirmiðdegi 1.ágúst sl. Stefanía keyrði okkur uppá flugvöll sem var voða næs og fyrir utan flughöfnina kom einhver ógeðslegur róni og fór að tjá sig við okkur. Við ákváðum að hunsa hann og segja ekkert og þá fór hann bara að æsa sig og kallaði okkur ljótum nöfnum og sagði að við ættum ekki skilið að lifa á þessu landi. Mjög spes og óþægilegt. En áfram héldum við. Tjekkuðum okkur inn á Standby og allt gekk vel. Fengum sæti í flugvélinni sem var gaman, en það voru síðustu tvö sætin svo við gátum því miður ekki setið saman. Flugið til New York tók eitthvað rúmlega 5 klst sem var allt í lagi svosem, gat dottað pínulítið.
New YorkSíðan tókum við gulan leigubíl uppá Milford Plaza sem var hótelið okkar næstu 2 nætur. Herbergið var pínulítið þröngt en við rúmuðumst vel og höfðum það fínt. Skoðuðum Times Square, löbbuðum niðrá bryggju og sáum Frelsistyttuna og Empire State bygginguna sem er alveg hæsta hús sem ég hef séð með berum augum.
Við kíktum rétt aðeins í búðir og fórum í Duane Reed apótekið sem selur allt og er alveg í uppáhaldi hjá mér. Annað kvöldið röltum við um borgina í leit að skemmtilegum stað, löbbuðum og löbbuðum og fundum ekkert. Rákumst loks á einhvern mann sem sá að við vorum lost sem sagði okkur frá spænskum stað aðeins lengra inn götuna. Það hljómaði ágætlega svo við röltum þangað. Þegar inn var komið brá okkur ekkert smá... okkur leið eins og á deitballi í 8.bekk, dúkar á borðunum, snakkskálar með servíettum í, drykkir í plastglösum og enginn DJ... Bara tölva með iTunes!!! Það var starað á okkur eins og við værum grænir fílar í tútú!!! Vorum ekki lengi að koma okkur út og í burtu. Hrikalegt pleis!!
Los Angeles - Long Beach3. ágúst, afmælisdaginn hans Brjáns cofélaga, var síðan lagt í hann uppá JFK flugvöll og við settum okkur á standby til LAX. Komumst því miður ekki með fyrstu vél, en komumst klakklaust í vél númer tvö, aftur síðustu farþegarnir sem komumst með og í þetta skipti sátum við saman. Þetta flug var afskaplega langt, þurftum að sitja í rúma tvo klukkutíma meðan eitthvað var lagað í vélinni og svo var flugið sjálft tæplega 6 tímar. En við náðum að dotta inn á milli sjónvarpsþáttanna svo það var ekki alslæmt. Síðan komum við til LA, náðum í rauða Mustanginn okkar og þá hófst gamanið fyrir alvöru. Við máttum ekki fá blæjubíl þar sem það er aðeins hægt þegar maður er eldri en 25 ára.
Frekar sérstakt, en Mússi kallinn var algjör snilld og við keyrðum út í ævintýrið. Byrjuðum á því að villast og finna ekki hraðbrautina, en við fundum skemmtilegan pizza stað í staðinn þar sem við gæddum okkur á örugglega bestu pizzu í heimi (vorum svo svakalega svangar enda enginn matur í fluginu).
Síðan fengum við leiðbeiningar og komumst loks á hraðbrautina. Keyrðum niður á Long Beach og fundum bensínstöð. Þar fyrir utan var lögga sem benti okkur á að gista á Vagabond Inn hinu megin við götuna. Ágætis pleis alveg. Löggan gaf okkur númerið sitt og sagði okkur endilega að vera í bandi ef okkur vantaði eitthvað, við þáðum það en hringdum aldrei í hann. Kíktum aðeins út um kvöldið, röltum um ströndina pínulítið og fundum skemmtilegan stað sem var með stærsta kranabjórsafn í heimi. Alveg brjálað mikið og flott.
Þann 4. ágúst lögðum við síðan í hann uppeftir á veg 15 til Vegas. Stoppuðum í rosalega flottum bæ sem heitir Orange og kíktum á Jack in the Box og fengum okkur góða máltíð. Stelpan sem var að vinna þar sagði að það myndi bara taka okkur ca 3 tíma í viðbót að keyra upp til Vegas svo við héldum ótrautt áfram og inn í Mohave eyðimörkina. Maður lifandi hvað var heitt þar! Vorum í 4200 feta hæð og ekkert nema sandur og fjöll í kring.
Hitinn var óbærilegur og við vorum ofsalega fegnar að loftræstingin í bílnum var í lagi. Síðan keyrðum við framhjá skilti sem bað okkur vinsamlega að hafa varann á vegna hættu á ofhitnun í bílnum og ráðlagt að slökkva á loftræstingunni. Við gerðum það eins lengi og við gátum sem voru svona 20 mínútur og kveiktum svo á henni aftur. Við stoppuðum á einum stað á leiðinni til að kaupa vatn og ég steig útúr skugganum til að taka 2 myndir og missti næstum því andann vegna hitans. Hann hefur verið nokkuð nálægt 50°. Svakalegt! Síðan vorum við aaaaalveg að fara að verða bensínlausar og strákar á eins bíl fyrir aftan okkur líka, keyrðum inn á 2 bensínstöðvar sem voru lokaðar!! Loks komumst við í lítinn bæ sem er svona “Prepare for Vegas” bær þar var bensínstöð og matur og við ofsalega hamingjusamar.
Las Vegas
Stuttu seinna komumst við loks til Vegas, sáum hótelið okkar standa uppúr strax og ekkert mál að komast þangað. Við vorum það heppnar að þeir áttu herbergi laust þar sem við vorum 1 degi á undan áætlun svo við gátum verið í sama herberginu báðar næturnar. Vegas var stórfenglegt. Hótelið var brjálað. Þar var allt til alls, opið allan sólarhringinn og við vorum bara í sundlauginni, Casinóinu, búðunum og veitingastöðunum í meira en 30 klst. Rétt fórum út í suðupottinn til að sjá “The Strip”. Sáum flottu hótelin, Eiffelturninn, Disney höllina og eitthvað fleira. Síðan vorum við orðnar uppgefnar vegna hitans og tókum leigubíl til baka.
Eftir Vegas héldum við norðvestur upp eyðimörkina, framhjá Death Valley og stoppuðum á móteli í Reno. Þar fannst móttökugæjanum nafnið mitt afskaplega flókið þó ég hafi stafað það fyrir hann en útkojman var “Poranna Porsol”. Ég hafði rétt honum ökuskírteinið mitt sem skilríki og ekki nóg með að nafnið væri kolvitlaust, heldur var ég, sakkvæmt honum, búsett í bænum Ökuskirteini!!! Frekar skondið! :)
Eftir góðan svefn í Reno keyrðum við áleiðis til San Francisco. Stoppuðum aðeins hjá Lake Tahoe og í Sacramento.
San Francisco
Þegar við loks komum til San Fran var komið kvöld, ískalt og rok. Fundum hótel sem var mjög erfitt þar sem allt var sagt uppbókað í borginni. Hótelstarfsmennirnir á Palomar Hotel vorkenndu okkur svo mikið þar sem þeir áttu bara dýrt herbergi eftir að þau settu okkur á tengiherbergi við svítuna. Herbergið var númer 812 eins og tengiherbergið á Nordica og svítan sjálf var númer 814... eins og svítan á Nordica. 9 hæðir, eins og á Nordica og bara já... okkur leið voðalega eins og heima. Þau gáfu okkur meira að segja vatnsflöskur og 2 miða í morgunverðinn. Algjörir englar.
Daginn eftir kíktum við í búðir aðeins og keyrðum um Fisherman’s Wharf og sáum Alcatraz fangelsið og Golden Gate brúna. Rosalega falleg borg og manni líður mjög vel þarna. Síðan settum við í fluggírinn og ætluðum að drífa okkur niður til Santa Barbara. En nei.... ekki var það fluggírinn. Við vorum í ca 1 og hálfan tíma að komast 10 kílómetra. Leiðinlega var að þetta var ekki bara brjáluð traffík, heldur svakalegt umferðarslys og við keyrðum framhjá því og sáum lík og blóð á götunni. Það var alveg rosalega sjokkerandi og við fengum skrítna tilfinningu. En nóg um sorgarfréttirnar.
Eftir þetta komumst við á skrið og keyrðum niðureftir.
Santa Barbara
Strandlengjan var ótrúlega falleg. Komum á áfangastað undir kvöld og flökkuðum milli mótela, allt yfirfullt og leiðindi.Sáum að par í bílnum á undan okkur var í svipuðum hugleiðingum svo við stungum þau af og sáum síðan eitt mótel þar sem stóð ‘Vacancy’ í glugganum. Við brunuðum þangað og María hljóp inn. Hún gaf mér thumbs up og móttökugaurinn fór í gluggann og kveikti á ‘No Vacancy’ skiltinu!! Við erum vissar að þetta var síðasta herbergið í bænum. Þetta var geggjað flott herbergi, ísskápur, dvd spilari, örbylgjuofn og brjálað flott verönd og svo sundlaug! Synd að við gátum ekki eytt meiri tíma þarna og komumst ekki einu sinni í sturtu þar sem við sváfum aðeins of lengi. Keyrðum niður á ströndina daginn eftir og sóluðum okkur pínu og borðuðum á góðum stað. Heavy næs. Rosalega flottur staður verð ég að segja! Síðan þegar klukkan var orðin nógu margt héldum við niður til Los Angeles. Fundum götuna okkar beint af hraðbrautinni og vorum svakalega fegnar. Litum á húsnúmerið.... 11705!!! Hótelið okkar var númer 930!!!! Jemundur minn!!! Þetta var svo langur akstur með allri traffíkinni að við þurftum að stoppa til að borða á leiðinni!!!! En mikið var gott að koma inn á Wilshire Grand. Þar sem við mundum eyða næstu 8 nóttum. Ekkert út tjekk eða inntjekk í laaaangan tíma. Þetta var sjöunda hótelið okkar og við alveg komnar upp í kok af því. Fengum ágætis herbergi á 7. hæð. Rúmgott og fínt og við vorum hamingjusamar.
Los Angeles - Hollywood - Beverly HillsÍ LA kíktujm við á lífið nokkur kvöld, fórum í stutta ferð í bíl sem tók okkur um Beverly Hills, Hollywood og Bel Air.
Þar skoðuðum við heimili fína og fræga fólksins, þar á meðal Angelinu Jolie, Brad Pitt, Matthew Perry, Richard Gere, Snoop Dogg, Dr. Phil og fleira skemmtilegt. Sáum líka húsið sem Walt Disney bjó í, Aaron Spelling og svo hús sem eru notuð í þætti og bíómyndir eins og Charmed og Pretty Woman, Fresh Prince of Bel Air og svo sáum við húsið sem er í Jackson myndbandinu við Thriller! Vorum reyndar orðnar kreisí á gædinum, alltaf með sama grínið í næstum 3 klst!! En við lifðum það alveg af.
Nú við skoðuðum Kodak Theatre þar sem Óskarinn er tekinn upp. Handa- og fótaförin við hliðina á því og löbbuðum svo auðvitað Walk of Fame og sáum Hollywood skiltið. Allt mjög skemmtilegt. Kíktum í verslunarferð í Beverly Center sem er 7 hæða mall.... en bara 3 hæðir af búðum... spes! Hittum margt sniðugt og skemmtilegt fólk og þar á meðal hann Sam okkar, elsku Sam sem er einn af producerunum hjá Mark Burnett Productions og við kynntumst honum þegar hann kom hingað með Rockstar Supernova í vetur. Hann er svo mikið yndi. Nú síðan var það að komast aftur til NY. Vorum komnar uppá LAX klukkan 6 um morguninn, komumst ekki í fyrsta flugið og vorum vongóðar að komast í flug númer tvö. En nei, þegar við vorum farnar að bíða svolítið eftir að byrjaði að hleypa fólki inní vélina þá kom það leiðinlega, vélin er biluð, allar aðrar vélar fullar. Þið verðið bara að bíða. Við keyptum okkur teppi og dottuðum á gólfinu, spiluðum og borðuðum. Klukkan 14 komumst við loksins í flugvél, sátum saman og allar græjur. Fluttum klukkurnar okkar um 3 klst og vorum komnar seinnipartinn til NY.
New York
Fórum á ógeðslegasta hótel ferðarinnar þar sem að peningarnir voru farnir að vera af skornum skammti. Fengum fyrst skítugt herbergi sem var ógeðslegt auðvitað svo security kom upp með 2 lykla og við fengum að velja milli tveggja annara herbergja, sem var svosem allt í lagi. Ágæt þjónusta en alvarglega subbulegt. Samt engir kakkalakkar sem var viðmiðið svo það var gott. Við fórum bara út á Hard Rock, borðuðum þar og fórum á Tonic. Fórum snemma í háttinn og daginn eftir var VERSLAÐ!! Fórum á Canal Street, keyptum helling af töskum, löbbuðum síðan einhverja verslunargötu og keyptum á okkur og familíuna.
Síðan um 4 leytið var kominn tími á að halda uppá hótel, ná í töskurnar og setja í þær allt sem við höfðum verið að kaupa. Tókum svo taxa niður á JFK, allt gekk svona líka vel og við fengum sæti á Business Class. Yndislegt alveg hreint.
Nú er ferðinni lokið, báðar byrjaðar að vinna og skólinn byrjar 3.september.
Ég fékk íbúðina mína klukkan 16 á fimmtudaginn, mikið í gangi. Sparsla, mála, rífa niður skáp og meira fjör. Gaman gaman! :D Trúi bara ekki að þetta sé allt að gerast!
Jæja, held að þessi saga sé orðin nógu löng, en það eru sko fleiri sögur sem við eigum úr ferðinni... Til að vita þær þurfiði bara að kíkja í heimsókn :D
Knús á alla!!!
Þóranna